Varar við því að alið verði á ótta í kjölfar hryðjuverkaárása í París Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Hryðjuverkaógnin var rædd í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fréttablaðið/Ernir Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag. Hryðjuverk í París Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag.
Hryðjuverk í París Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira