Vopnin mega ekki vera hlaðin Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna „Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13