Hryðjuverk í brennidepli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Vel fór á með Sanders og Clinton eftir kappræðurnar. Nordicphotos/AFP Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00