Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir fund með ríkislögreglustjóra fyrst og fremst hafa verið til upplýsingar. Hættumat lögreglunnar er unnið í samráði við erlendar öryggisstofnanir og lögreglu. vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun. Hryðjuverk í París Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun.
Hryðjuverk í París Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira