Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 10:03 Þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir á vettvang víðs vegar um Frakkland í dag. Vísir/EPA Lögreglu í Frakklandi grunar að einn eða fleiri sem þátt tóku í hryðjuverkaárásum föstudagsins í París hafi komist undan. Svartur bíll af gerðinni Seat León, sem árásarmenn notuðust við í árásinni, fannst yfirgefinn í Montreuil, úthverfi austur af Parísarborg, í morgun. Franska sjónvarpsstöðin BFM greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. Talsmaður franskra yfirvalda greindi frá því í morgun að þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir á vettvang víðs vegar um Frakkland í dag.Fyrr í morgun var tilkynnt að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. Mostefai er fyrsti árásarmaðurinn sem hefur verið nafngreindur og var Frakki af alsírskum uppruna, alinn upp í Courcouronnes, úthverfi suður af París. Hann hafði áður komist í kast við lögin þó að hann hafi aldrei setið í fangelsi. Fréttaritari BBC greinir frá því að Mostefai hafi orðið róttækur í skoðunum sínum eftir að hafa komist í kynni við belgískan imam.Í gær var greint frá því að faðir og bróðir eins árásarmannanna - Mostefai - hafi verið handteknir og húsleit gerð á heimilum þeirra í bæjunum Romilly-sur-Seine, um 130 kílómetrum austur af París, og Bondoufle þar skammt frá.La deuxième voiture des terroristes retrouvée à Montreuil https://t.co/rucTr4EZuy pic.twitter.com/ePC5vmlnIF— Europe 1 (@Europe1) November 15, 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær. 14. nóvember 2015 08:45 Horreur: Forsíður frönsku blaðanna Frönsk dagblöð eru á einu máli. 14. nóvember 2015 10:12 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Lögreglu í Frakklandi grunar að einn eða fleiri sem þátt tóku í hryðjuverkaárásum föstudagsins í París hafi komist undan. Svartur bíll af gerðinni Seat León, sem árásarmenn notuðust við í árásinni, fannst yfirgefinn í Montreuil, úthverfi austur af Parísarborg, í morgun. Franska sjónvarpsstöðin BFM greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. Talsmaður franskra yfirvalda greindi frá því í morgun að þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir á vettvang víðs vegar um Frakkland í dag.Fyrr í morgun var tilkynnt að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. Mostefai er fyrsti árásarmaðurinn sem hefur verið nafngreindur og var Frakki af alsírskum uppruna, alinn upp í Courcouronnes, úthverfi suður af París. Hann hafði áður komist í kast við lögin þó að hann hafi aldrei setið í fangelsi. Fréttaritari BBC greinir frá því að Mostefai hafi orðið róttækur í skoðunum sínum eftir að hafa komist í kynni við belgískan imam.Í gær var greint frá því að faðir og bróðir eins árásarmannanna - Mostefai - hafi verið handteknir og húsleit gerð á heimilum þeirra í bæjunum Romilly-sur-Seine, um 130 kílómetrum austur af París, og Bondoufle þar skammt frá.La deuxième voiture des terroristes retrouvée à Montreuil https://t.co/rucTr4EZuy pic.twitter.com/ePC5vmlnIF— Europe 1 (@Europe1) November 15, 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær. 14. nóvember 2015 08:45 Horreur: Forsíður frönsku blaðanna Frönsk dagblöð eru á einu máli. 14. nóvember 2015 10:12 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær. 14. nóvember 2015 08:45