Parísarbúar koma saman á République-torgi til að minnast fórnarlamba Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2015 23:31 Að minnsta kosti 129 fórust í árásunum og 350 særðust. Vísir/AFP Mörg hundruð manns hafa komið saman á République-torgi í París í kvöld til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöld. Fólk hefur kveikt á kertum og skilið eftir við sérstakan minnisvarða sem búið er að koma upp til minningar um þá föllnu. Franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því fyrr í dag að þrír hópar manna hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásunum þar sem að minnsta kosti 129 fórust og rúmlega 350 særðust. Molins sagði nauðsynlegt að komast að því hvaðan árásarmennirnir komu og hvernig þeir voru fjármagnaðir. Hann sagði alla árásarmennina sjö hafa drepist og að þeir hafi allir verið búnir Kalashnikov-rifflum og sömu gerð af sprengjuvestum. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og greindu sjónarvottar frá því að árásarmennirnir, sem flestir voru á aldrinum fimmtán til átján, hafi hrópað að árásirnar væru hefndaraðgerðir vegna loftárása Frakka á liðsmenn ISIS í Sýrlandi. Manuel Valls, forsætisráðherra sagði í kvöld að Frakkar muni ekki láta af árásum sínum á skotmörk ISIS í Sýrlandi og Írak. Molins greindi einnig frá því að þrír menn hafi verið handteknir í úthverfi belgísku höfuðborgarinnar Brussel vegna gruns um að tengjast árásunum. Hryðjuverkaárásirnar eru þær mannskæðustu í Evrópu frá árásunum í Madríd á Spáni árið 2004 þar sem 191 fórst. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Saksóknari hefur staðfest að 129 féllu og 352 særðust í árásunum í París í gærkvöldi. Saksóknari segir að þrítugur Frakki hafi verið á meðal árásarmanna. 14. nóvember 2015 20:30 Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37 Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa komið saman á République-torgi í París í kvöld til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöld. Fólk hefur kveikt á kertum og skilið eftir við sérstakan minnisvarða sem búið er að koma upp til minningar um þá föllnu. Franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því fyrr í dag að þrír hópar manna hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásunum þar sem að minnsta kosti 129 fórust og rúmlega 350 særðust. Molins sagði nauðsynlegt að komast að því hvaðan árásarmennirnir komu og hvernig þeir voru fjármagnaðir. Hann sagði alla árásarmennina sjö hafa drepist og að þeir hafi allir verið búnir Kalashnikov-rifflum og sömu gerð af sprengjuvestum. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og greindu sjónarvottar frá því að árásarmennirnir, sem flestir voru á aldrinum fimmtán til átján, hafi hrópað að árásirnar væru hefndaraðgerðir vegna loftárása Frakka á liðsmenn ISIS í Sýrlandi. Manuel Valls, forsætisráðherra sagði í kvöld að Frakkar muni ekki láta af árásum sínum á skotmörk ISIS í Sýrlandi og Írak. Molins greindi einnig frá því að þrír menn hafi verið handteknir í úthverfi belgísku höfuðborgarinnar Brussel vegna gruns um að tengjast árásunum. Hryðjuverkaárásirnar eru þær mannskæðustu í Evrópu frá árásunum í Madríd á Spáni árið 2004 þar sem 191 fórst.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Saksóknari hefur staðfest að 129 féllu og 352 særðust í árásunum í París í gærkvöldi. Saksóknari segir að þrítugur Frakki hafi verið á meðal árásarmanna. 14. nóvember 2015 20:30 Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37 Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Saksóknari hefur staðfest að 129 féllu og 352 særðust í árásunum í París í gærkvöldi. Saksóknari segir að þrítugur Frakki hafi verið á meðal árásarmanna. 14. nóvember 2015 20:30
Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37
Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59