Katrín: Auðveld ákvörðun því þjálfarinn ætlaði að setja mig á bekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2015 16:45 Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool. vísir/getty Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira