David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst leggja tillögu fyrir breska þingið á næstu dögum um loftárásir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi.
Áætlað er árásirnar hefjist fyrir jól en þetta hefur breska dagblaðið Telegraph eftir heimildarmönnum sínum.
Í frétt á vef blaðsins kemur fram að Cameron muni fara til Parísar á mánudaginn til að ræða hernaðaráætlunina við François Hollande, Frakklandsforseta. Þá mun Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, fara til Íran til að ræða ástandið við yfirvöld þar.
Í kjölfarið mun Hollande svo halda til fundar við Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í Washington til að ræða hertar aðgerðir Bandaríkjanna gegn ISIS.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í vikunni að stórefla aðgerðir gegn ISIS eftir hryðjuverkaárásirnar í París.
Bretar ætla að hefja loftárásir í Sýrlandi fyrir jól

Tengdar fréttir

Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus
Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum.

Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar
Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar.

Schengen á lífi
Innanríkis- og dómsmálaráðherrar í Evrópu samþykktu í gær að herða gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Innanríkisráðherra Frakka segir að ástandið muni vara eins lengi og þörf sé á.

Cazeneuve segir að Evrópa „verði að vakna“
Innanríkisráðherra Frakklands segir brýnt að Evrópa vakni, skipuleggi sig og verjist hryðjuverkaógninni.

Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna
Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn.