Opið bréf til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2015 18:35 Sæll vertu ágæti menntamálráðherra Ástæða þess að ég rita þér þetta opna bréf er að þú ert yfirmaður allra menntamála á Íslandi og berð þannig ábyrgð á farsælu skólastarfi. Framhaldsskólinn hefur verið þér afar hugleikinn síðustu misserin og eru fingraför þín farin að setja mark á innanbúðarmál þar. Eins og kunnugt er heyrir grunnskólinn einnig undir þig og þitt ráðuneyti, líka eftir að sveitarfélögin yfirtóku málefni grunnskólans. Í beinu framhaldi af því, langar mig til að spyrja þig hvaða ráðstafanir þú og þitt ráðuneyti hafið gert til að undirbúa starfsfólk grunnskóla undir þá kerfisbreytingu sem tók gildi í flestum framhaldsskólum sl. haust. Hversu vel var grunnskólum gerð grein fyrir væntanlegum breytingum? Hversu vel voru þeir almennt upplýstir um hæfniviðmið og þrepin þrjú og þjálfaðir í að vinna á grundvelli þeirra? Undirrituð hefur verið framhaldsskólakennari í hartnær fjóra áratugi og telur sig fylgjast afar vel með öllu sem við kemur menntamálum á Íslandi. Mín upplifun er sú, að ekkert hafi verið gert til að þessi umskipti gætu gengið eðlilega fyrir sig. Á Góu, á því ári sem er að líða, boðuðum við í mínum skóla á fund, fagkennara kjarnagreina úr grunnskólum þess svæðis sem skólinn okkar á að þjóna. Við höfðum lítið heyrt hvernig undirbúningi væri háttað og okkur fýsti að fá að heyra af gangi mála. Til að gera langa sögu stutta, kom í ljós að enginn þeirra grunnskólakennara sem á fundinn komu vissu af þeim breytingum sem áttu að eiga sér stað á hausti komanda. Þeir vissu m.ö.o. ekki að þeir ættu í raun að sinna fyrsta þreps kennslu bráðgerra nemenda, sem átti að færast niður í grunnskólann. Þeim höfðu ekki verið kynnt hæfnivið og hvað í þeim felst. Þá virtist alls ekki vera ljóst á hvern hátt þessi breyting snerti kennsluhætti og námsframboð grunnskólans. Ég vil taka skýrt fram að það er ekki við grunnskólakennara að sakast, þar sem ég þekki ekki annað en að almennt sinni grunnskólakennarar starfi sína vel og hafi alltaf gert. Þetta er hins vegar gagnrýni á boð/boðleysi og undirbúning frá ráðuneyti menntamála sem virðist í þessum málum algerlega óviðunandi svo ekki sé meira sagt. Sl. haust hófu fyrstu nemendur þessa nýja fyrirkomulags nám á öðru þrepi í framhaldsskólanum í dönsku sem og öðrum kjarnagreinum. Fljótlega kom í ljós að fæstir þeirra áttu nokkuð erindi þangað. Þá vantaði grunnþekkingu á ýmsum sviðum. Lesskilningi var mjög ábótavant og þá vantaði þjálfun í tali og ritun. Undirbúningur var m.ö.o. mjög svipaður því sem hann var í gamla kerfinu, þ.e. þegar framhaldsskólinn sá um alla framhaldsskólakennsluna og grunnskólinn sinnti sínu. Nú hefur ráðuneyti þitt sent framhaldsskólum landsins leiðarvísi um hvernig nemendum skuli raðað eftir einkunnum úr grunnskólanum. Þeir sem hafa einkunnina 8,0 í tilteknu fagi skulu settir á annað þrep. Mig langar til að spyrja þig hvað liggur t.d. að baki einkunninni 8,0 í dönsku? Er þessi einkunn byggð á afar góðum lesskilningi? Hvað með talað mál? Er hæfni í þeim þætti innifalin í einkunninni? Hvað með skilning á mæltu máli? Hvað með undirstöðuatriði ritunar? Aftan við allar þessar spurningar vil ég bæta við spurningunni um hvort einhver skali/mælikvarði hafi verið gefinn út af þínu ráðuneyti eða Menntastofnun til að mæla kunnáttuna, bæði upp á fyrsta og annað þrep? Getur verið að einkunnin 8,0 mæli ástundun og iðni frekar en kunnáttu og hæfni? Gott væri líka að vita hvað mun liggja að baki einkunnum sem framvegis verða gefnar í bókstöfum. Ég spyr þig líka Illugi, spurningar sem vegur e.t.v. þyngst: Hvers eiga nemendur að gjalda sem raðast inn á annað þrep að loknum grunnskóla en ráða engan veginn við það efni sem kennt er þar? Gerirðu þér grein fyrir, að þar sem einn hlekk vantar í keðjuna, fá þeir aldrei að blómstra? Er réttlætanlegt að þeir séu fórnarlömb kerfisins? Enn fremur vil ég vinsamlegast benda á ákveðna hluti í þessu sambandi. Í fyrsta lagi að framhaldsskólinn er meira en reiðubúinn til að sinna öllum þrepum dönskukennslunnar á Íslandi. Hann býr yfir mannauði sem byggir á fagkennurum sem hafa menntað sig til þess að kenna þessa tilteknu grein.Það stendur sannarlega ekki á okkur! Í öðru lagi bið ég þig líka að hafa i huga að á Íslandi eru örfáir skólar sem velja inn nemendur og þeir ráða vel við þetta verkefni. Það er því mikill munur á aðstöðu skóla og einnig munur á stöðu hinna svokölluðu kjarnagreina. Ástandið er sýnu verst í dönsku og stærðfræði. Flestir framhaldsskólar taka við allri nemendaflórunni og þeim verður að mæta með einhverju millistigi eða á annan faglegan hátt. Við í framhaldsskólanum bíðum eftir þeirri úrlausn! Nú hefur haustönnin 2015 runnið sitt skeið. Ég stend þessa dagana frammi fyrir því hvort ég eigi að semja próf miðað við hæfniviðmið á þrepi eitt svo nemendur verði sáttir eða hvort ég á að gera eins og mér ber og semja próf miðað við hæfni á þrepi tvö þar sem meiri hluti nemenda mun að öllum líkindum hljóta ófullnægjandi einkunn. Hvers eiga nemendur að gjalda og hvers á fagmennska mín að gjalda? Ég óska því eftir leiðarvísi frá þér og ráðuneyti þínu hvernig þú sérð fyrir þér framvindu mála. Yfirlýst stefna er að draga úr brottfalli í framhaldsskólanum. Er þessi grýtta leið, eins og hún blasir við okkur í dag vel fallin til þess? Ég bíð spennt eftir svarbréfi þínu, kæri Illugi, og tillögum til úrbóta og hlakka mikið til að lesa jólapóstinn frá þér nú á aðventunni. Ég vil nota tækifærið og óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar í hvívetna, í menntamálum sem og öðrum málum, á komandi ári. Með góðri kveðju Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.Sumarrós Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Sæll vertu ágæti menntamálráðherra Ástæða þess að ég rita þér þetta opna bréf er að þú ert yfirmaður allra menntamála á Íslandi og berð þannig ábyrgð á farsælu skólastarfi. Framhaldsskólinn hefur verið þér afar hugleikinn síðustu misserin og eru fingraför þín farin að setja mark á innanbúðarmál þar. Eins og kunnugt er heyrir grunnskólinn einnig undir þig og þitt ráðuneyti, líka eftir að sveitarfélögin yfirtóku málefni grunnskólans. Í beinu framhaldi af því, langar mig til að spyrja þig hvaða ráðstafanir þú og þitt ráðuneyti hafið gert til að undirbúa starfsfólk grunnskóla undir þá kerfisbreytingu sem tók gildi í flestum framhaldsskólum sl. haust. Hversu vel var grunnskólum gerð grein fyrir væntanlegum breytingum? Hversu vel voru þeir almennt upplýstir um hæfniviðmið og þrepin þrjú og þjálfaðir í að vinna á grundvelli þeirra? Undirrituð hefur verið framhaldsskólakennari í hartnær fjóra áratugi og telur sig fylgjast afar vel með öllu sem við kemur menntamálum á Íslandi. Mín upplifun er sú, að ekkert hafi verið gert til að þessi umskipti gætu gengið eðlilega fyrir sig. Á Góu, á því ári sem er að líða, boðuðum við í mínum skóla á fund, fagkennara kjarnagreina úr grunnskólum þess svæðis sem skólinn okkar á að þjóna. Við höfðum lítið heyrt hvernig undirbúningi væri háttað og okkur fýsti að fá að heyra af gangi mála. Til að gera langa sögu stutta, kom í ljós að enginn þeirra grunnskólakennara sem á fundinn komu vissu af þeim breytingum sem áttu að eiga sér stað á hausti komanda. Þeir vissu m.ö.o. ekki að þeir ættu í raun að sinna fyrsta þreps kennslu bráðgerra nemenda, sem átti að færast niður í grunnskólann. Þeim höfðu ekki verið kynnt hæfnivið og hvað í þeim felst. Þá virtist alls ekki vera ljóst á hvern hátt þessi breyting snerti kennsluhætti og námsframboð grunnskólans. Ég vil taka skýrt fram að það er ekki við grunnskólakennara að sakast, þar sem ég þekki ekki annað en að almennt sinni grunnskólakennarar starfi sína vel og hafi alltaf gert. Þetta er hins vegar gagnrýni á boð/boðleysi og undirbúning frá ráðuneyti menntamála sem virðist í þessum málum algerlega óviðunandi svo ekki sé meira sagt. Sl. haust hófu fyrstu nemendur þessa nýja fyrirkomulags nám á öðru þrepi í framhaldsskólanum í dönsku sem og öðrum kjarnagreinum. Fljótlega kom í ljós að fæstir þeirra áttu nokkuð erindi þangað. Þá vantaði grunnþekkingu á ýmsum sviðum. Lesskilningi var mjög ábótavant og þá vantaði þjálfun í tali og ritun. Undirbúningur var m.ö.o. mjög svipaður því sem hann var í gamla kerfinu, þ.e. þegar framhaldsskólinn sá um alla framhaldsskólakennsluna og grunnskólinn sinnti sínu. Nú hefur ráðuneyti þitt sent framhaldsskólum landsins leiðarvísi um hvernig nemendum skuli raðað eftir einkunnum úr grunnskólanum. Þeir sem hafa einkunnina 8,0 í tilteknu fagi skulu settir á annað þrep. Mig langar til að spyrja þig hvað liggur t.d. að baki einkunninni 8,0 í dönsku? Er þessi einkunn byggð á afar góðum lesskilningi? Hvað með talað mál? Er hæfni í þeim þætti innifalin í einkunninni? Hvað með skilning á mæltu máli? Hvað með undirstöðuatriði ritunar? Aftan við allar þessar spurningar vil ég bæta við spurningunni um hvort einhver skali/mælikvarði hafi verið gefinn út af þínu ráðuneyti eða Menntastofnun til að mæla kunnáttuna, bæði upp á fyrsta og annað þrep? Getur verið að einkunnin 8,0 mæli ástundun og iðni frekar en kunnáttu og hæfni? Gott væri líka að vita hvað mun liggja að baki einkunnum sem framvegis verða gefnar í bókstöfum. Ég spyr þig líka Illugi, spurningar sem vegur e.t.v. þyngst: Hvers eiga nemendur að gjalda sem raðast inn á annað þrep að loknum grunnskóla en ráða engan veginn við það efni sem kennt er þar? Gerirðu þér grein fyrir, að þar sem einn hlekk vantar í keðjuna, fá þeir aldrei að blómstra? Er réttlætanlegt að þeir séu fórnarlömb kerfisins? Enn fremur vil ég vinsamlegast benda á ákveðna hluti í þessu sambandi. Í fyrsta lagi að framhaldsskólinn er meira en reiðubúinn til að sinna öllum þrepum dönskukennslunnar á Íslandi. Hann býr yfir mannauði sem byggir á fagkennurum sem hafa menntað sig til þess að kenna þessa tilteknu grein.Það stendur sannarlega ekki á okkur! Í öðru lagi bið ég þig líka að hafa i huga að á Íslandi eru örfáir skólar sem velja inn nemendur og þeir ráða vel við þetta verkefni. Það er því mikill munur á aðstöðu skóla og einnig munur á stöðu hinna svokölluðu kjarnagreina. Ástandið er sýnu verst í dönsku og stærðfræði. Flestir framhaldsskólar taka við allri nemendaflórunni og þeim verður að mæta með einhverju millistigi eða á annan faglegan hátt. Við í framhaldsskólanum bíðum eftir þeirri úrlausn! Nú hefur haustönnin 2015 runnið sitt skeið. Ég stend þessa dagana frammi fyrir því hvort ég eigi að semja próf miðað við hæfniviðmið á þrepi eitt svo nemendur verði sáttir eða hvort ég á að gera eins og mér ber og semja próf miðað við hæfni á þrepi tvö þar sem meiri hluti nemenda mun að öllum líkindum hljóta ófullnægjandi einkunn. Hvers eiga nemendur að gjalda og hvers á fagmennska mín að gjalda? Ég óska því eftir leiðarvísi frá þér og ráðuneyti þínu hvernig þú sérð fyrir þér framvindu mála. Yfirlýst stefna er að draga úr brottfalli í framhaldsskólanum. Er þessi grýtta leið, eins og hún blasir við okkur í dag vel fallin til þess? Ég bíð spennt eftir svarbréfi þínu, kæri Illugi, og tillögum til úrbóta og hlakka mikið til að lesa jólapóstinn frá þér nú á aðventunni. Ég vil nota tækifærið og óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar í hvívetna, í menntamálum sem og öðrum málum, á komandi ári. Með góðri kveðju Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.Sumarrós Sigurðardóttir
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun