Ronaldo: Samband mitt við Benitez er gott Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2015 12:15 Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir eðlilegt að Rafael Benitez fá tíma til að aðlagast Real Madrid og gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir sem hafa beinst að félaginu síðustu daga og vikur. Real vann í gær 8-0 stórsigur á Malmö í Meistaradeild Evrópu og Ronaldo bætti met með því að skora alls ellefu mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann skoraði fjögur í gær.Sjá einnig: Martröð fyrir Kára og félaga | Sjáið öll átta mörk Real Madrid Gagnrýnisraddir heyrast þó enn í spænsku höfuðborginni eftir að Real mátti sætta sig við tap gegn erkifjendunum í Barcelona á heimavelli í síðasta mánuði auk þess sem að liðið var dæmt úr leik í bikarnum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez, sem tók við Real Madrid í sumar, hefur verið gagnrýndur fyrir að láta Real Madrid spila of varnarsinnaða knattspyrnu og þá hefur verið margsinnis fullyrt að þeim Benitez og Ronaldo semji illa. Hópur stuðningsmanna Real Madrid lét óánægju sína með Benitez í ljós með því að blístra á liðið í leiknum í gær en Ronaldo sagðist í viðtölum eftir leik ekki hafa tekið eftir því.Sjá einnig: Benitez öruggur hjá Real Madrid í bili „Ég veit ekki af hverju það ætti að vera eitthvað vandamál. Stuðningsmenn verða að fá að sýna þau viðbrögð sem þeir kjósa en þjálfarinn er að standa sig vel þrátt fyrir að vera enn að aðlagast Real Madrid. Þú verður að gefa honum tíma og að mínu mati er hann að standa sig vel.“ „Samband mitt við hann er gott og það sama á við um alla aðra leikmenn. Ég er með samning við Madrid og verð áfram,“ sagði hann enn fremur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Cristiano Ronaldo segir eðlilegt að Rafael Benitez fá tíma til að aðlagast Real Madrid og gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir sem hafa beinst að félaginu síðustu daga og vikur. Real vann í gær 8-0 stórsigur á Malmö í Meistaradeild Evrópu og Ronaldo bætti met með því að skora alls ellefu mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann skoraði fjögur í gær.Sjá einnig: Martröð fyrir Kára og félaga | Sjáið öll átta mörk Real Madrid Gagnrýnisraddir heyrast þó enn í spænsku höfuðborginni eftir að Real mátti sætta sig við tap gegn erkifjendunum í Barcelona á heimavelli í síðasta mánuði auk þess sem að liðið var dæmt úr leik í bikarnum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez, sem tók við Real Madrid í sumar, hefur verið gagnrýndur fyrir að láta Real Madrid spila of varnarsinnaða knattspyrnu og þá hefur verið margsinnis fullyrt að þeim Benitez og Ronaldo semji illa. Hópur stuðningsmanna Real Madrid lét óánægju sína með Benitez í ljós með því að blístra á liðið í leiknum í gær en Ronaldo sagðist í viðtölum eftir leik ekki hafa tekið eftir því.Sjá einnig: Benitez öruggur hjá Real Madrid í bili „Ég veit ekki af hverju það ætti að vera eitthvað vandamál. Stuðningsmenn verða að fá að sýna þau viðbrögð sem þeir kjósa en þjálfarinn er að standa sig vel þrátt fyrir að vera enn að aðlagast Real Madrid. Þú verður að gefa honum tíma og að mínu mati er hann að standa sig vel.“ „Samband mitt við hann er gott og það sama á við um alla aðra leikmenn. Ég er með samning við Madrid og verð áfram,“ sagði hann enn fremur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira