Fræði og fjölmenning Jón Atli Benediktsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun