Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvaðan koma félagsmenn zúista? grafík/fréttablaðið Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12
Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00