Óánægð með jóladagatalið: „Þetta eru örugglega einhver mistök“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 22:06 Birgir, Margrét og Jóhannes Haukur eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun RÚV. Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira
Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira