Besta ár landsliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2015 06:00 Strákarnir fagna. vísir/anton Íslenskt knattspyrnuáhugafólk má svo sannarlega vera stolt af A-landsliðum sínum á þessu ári því bæði liðin stóðu sig frábærlega í leikjum sínum í undankeppnum Evrópumótsins á árinu 2015. Knattspyrnuárið 2015 var því ekki aðeins sögulegt af því að karlalandsliðið tryggði sig inn á stórmót í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er á toppi síns riðils eftir sigra í öllum þremur keppnisleikjum sínum og tölfræðilega telst þetta vera besta landsliðsár fótboltans síðan stelpurnar fóru að keppa í undankeppnum HM og EM í byrjun tíunda áratugarins. A-landslið Íslands náðu alls í 20 stig af 27 mögulegum í keppnisleikjum sínum á árinu 2015 sem gerir rúmlega 74 prósent stiga í boði. Landsliðin hafa aldrei náð jafn stóru hlutfalli stiga í hús á árum þar sem bæði lið hafa spilað og reiknað er með þremur stigum fyrir hvern sigurleik.Bæði að blómstra Stigahlutfall liðanna hækkaði annað árið í röð og að þessu sinni er ekki bara annað landsliðið að blómstra heldur þau bæði. Varnarleikur beggja liða var afburðagóður á þessu ári. Stelpurnar héldu hreinu í öllum þremur leikjum sínum og karlaliðið fékk bara á sig fjögur mörk í sex leikjum. Það var því aðeins skorað fjórum sinnum hjá íslensku landsliðunum á 810 mínútum í níu keppnisleikjum ársins en það gerir mark á sig á meira en 200 mínútna fresti. Stelpurnar hjálpa reyndar við að hífa þessa tölu upp enda eru Guðbjörg Gunnarsdóttur og félagar hennar í kvennalandsliðinu ekki enn búnar að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Bæði lið spiluðu fyrstu 45 mínútur sinna leikja í undankeppni EM án þess að fá sig mark og voru í heildina aðeins undir í samtals sex mínútur í þessum níu leikjum. Sex mínútur af 810 eða aðeins sjö prósent leiktímans. Sú ótrúlega tölfræði verður seint leikin eftir.Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari með æfingu.vísir/daníelKarlarnir draga tölfræðina niður Það eru aðeins síðustu leikir karlaliðsins sem draga tölfræðina niður en íslenska karlaliðið gaf eftir þegar sætið í Evrópukeppninni var í höfn. Íslenska karlaliðið vann þrjá fyrstu keppnisleiki sína eins og konurnar en fékk síðan aðeins tvö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Baráttan var unnin og síðustu leikirnir breyttu litlu. Mikið var rætt um að það væri betra að vinna riðilinn en að lenda í öðru sætinu. Þegar kom að drættinum virtist það þó ekki skipta miklu máli. Íslenska liðið lenti í einum þægilegasta riðli keppninnar með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki en Tékkar, sigurvegarar riðilsins, þurfa að glíma við Spán, Króatíu og Tyrkland. Eitt ár stendur þessu ári framar frá því að kvennalandsliðið fór að taka þátt í undankeppnum stórmóta en þá giltu aðrar stigareglur en gera í dag.Munur á tveimur og þremur stigum Árið 1993 var tveggja stiga reglan enn í gildi hjá landsliðunum og þá spiluðu konurnar líka bara einn keppnisleik. Íslensku landsliðin náðu þetta ár í átta stig af tíu mögulegum, 80 prósent stiga í boði. Sé árangurinn hins vegar uppfærður á þriggja stiga regluna til að bera saman við árangurinn í ár þá var hann aðeins slakari fyrir 22 árum. Hefðu þrjú stig verið gefin fyrir sigur árið 1993 þá hefðu landsliðin náð í 73,3 prósent stiga í boði. Af þeim árum þar sem bæði lið hafa spilað fleiri en tvo keppnisleiki var árið í ár að bæta ársgamalt met eða síðan 69 prósent stiga komu í hús hjá liðunum árið 2014. Það þarf heldur ekki að fara lengra en til ársins 2012 til að finna fjórða besta árið. Á þessu sést að knattspyrnulandsliðin hafa verið að stíga stór skref og að litla Ísland á öflug landslið hjá báðum kynjum sem eiga raunhæfan möguleika á sigri í hverjum leik. Knattspyrnuárið 2015 var sögulegt og það er þegar ljóst að knattspyrnuárið 2016 verður einnig mjög sögulegt. Karlaliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og konurnar fá gott tækifæri til að tryggja sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. Þær gætu jafnvel komist beint inn (ekki í gegnum umspil eins og á EM 2009 og 2013) en úrslitaleikirnir við Skota á næsta ári ráða líklega öllu um það. Það er því einstaklega áhugavert og vonandi jafn farsælt landsliðsár fram undan. Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Íslenskt knattspyrnuáhugafólk má svo sannarlega vera stolt af A-landsliðum sínum á þessu ári því bæði liðin stóðu sig frábærlega í leikjum sínum í undankeppnum Evrópumótsins á árinu 2015. Knattspyrnuárið 2015 var því ekki aðeins sögulegt af því að karlalandsliðið tryggði sig inn á stórmót í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er á toppi síns riðils eftir sigra í öllum þremur keppnisleikjum sínum og tölfræðilega telst þetta vera besta landsliðsár fótboltans síðan stelpurnar fóru að keppa í undankeppnum HM og EM í byrjun tíunda áratugarins. A-landslið Íslands náðu alls í 20 stig af 27 mögulegum í keppnisleikjum sínum á árinu 2015 sem gerir rúmlega 74 prósent stiga í boði. Landsliðin hafa aldrei náð jafn stóru hlutfalli stiga í hús á árum þar sem bæði lið hafa spilað og reiknað er með þremur stigum fyrir hvern sigurleik.Bæði að blómstra Stigahlutfall liðanna hækkaði annað árið í röð og að þessu sinni er ekki bara annað landsliðið að blómstra heldur þau bæði. Varnarleikur beggja liða var afburðagóður á þessu ári. Stelpurnar héldu hreinu í öllum þremur leikjum sínum og karlaliðið fékk bara á sig fjögur mörk í sex leikjum. Það var því aðeins skorað fjórum sinnum hjá íslensku landsliðunum á 810 mínútum í níu keppnisleikjum ársins en það gerir mark á sig á meira en 200 mínútna fresti. Stelpurnar hjálpa reyndar við að hífa þessa tölu upp enda eru Guðbjörg Gunnarsdóttur og félagar hennar í kvennalandsliðinu ekki enn búnar að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Bæði lið spiluðu fyrstu 45 mínútur sinna leikja í undankeppni EM án þess að fá sig mark og voru í heildina aðeins undir í samtals sex mínútur í þessum níu leikjum. Sex mínútur af 810 eða aðeins sjö prósent leiktímans. Sú ótrúlega tölfræði verður seint leikin eftir.Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari með æfingu.vísir/daníelKarlarnir draga tölfræðina niður Það eru aðeins síðustu leikir karlaliðsins sem draga tölfræðina niður en íslenska karlaliðið gaf eftir þegar sætið í Evrópukeppninni var í höfn. Íslenska karlaliðið vann þrjá fyrstu keppnisleiki sína eins og konurnar en fékk síðan aðeins tvö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Baráttan var unnin og síðustu leikirnir breyttu litlu. Mikið var rætt um að það væri betra að vinna riðilinn en að lenda í öðru sætinu. Þegar kom að drættinum virtist það þó ekki skipta miklu máli. Íslenska liðið lenti í einum þægilegasta riðli keppninnar með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki en Tékkar, sigurvegarar riðilsins, þurfa að glíma við Spán, Króatíu og Tyrkland. Eitt ár stendur þessu ári framar frá því að kvennalandsliðið fór að taka þátt í undankeppnum stórmóta en þá giltu aðrar stigareglur en gera í dag.Munur á tveimur og þremur stigum Árið 1993 var tveggja stiga reglan enn í gildi hjá landsliðunum og þá spiluðu konurnar líka bara einn keppnisleik. Íslensku landsliðin náðu þetta ár í átta stig af tíu mögulegum, 80 prósent stiga í boði. Sé árangurinn hins vegar uppfærður á þriggja stiga regluna til að bera saman við árangurinn í ár þá var hann aðeins slakari fyrir 22 árum. Hefðu þrjú stig verið gefin fyrir sigur árið 1993 þá hefðu landsliðin náð í 73,3 prósent stiga í boði. Af þeim árum þar sem bæði lið hafa spilað fleiri en tvo keppnisleiki var árið í ár að bæta ársgamalt met eða síðan 69 prósent stiga komu í hús hjá liðunum árið 2014. Það þarf heldur ekki að fara lengra en til ársins 2012 til að finna fjórða besta árið. Á þessu sést að knattspyrnulandsliðin hafa verið að stíga stór skref og að litla Ísland á öflug landslið hjá báðum kynjum sem eiga raunhæfan möguleika á sigri í hverjum leik. Knattspyrnuárið 2015 var sögulegt og það er þegar ljóst að knattspyrnuárið 2016 verður einnig mjög sögulegt. Karlaliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og konurnar fá gott tækifæri til að tryggja sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. Þær gætu jafnvel komist beint inn (ekki í gegnum umspil eins og á EM 2009 og 2013) en úrslitaleikirnir við Skota á næsta ári ráða líklega öllu um það. Það er því einstaklega áhugavert og vonandi jafn farsælt landsliðsár fram undan.
Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn