Hafið í loftslaginu Stefán Kristmannsson skrifar 18. desember 2015 00:00 Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun