Deilur einkenndu kappræður Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2015 10:52 Frá kappræðunum í nótt.skram Vísir/EPA Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira