Færeyska silfurliðið vill fá Óla Þórðar sem þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2015 10:55 Ólafur Þórðarson gæti tekið við færeyska liðinu NSÍ Runavík. vísir/ernir Ólafi Þórðarsyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, Fylkis og ÍA, stendur til boða að þjálfa færeyska úrvalsdeildarliðið NSÍ Runavík.Fótbolti.net hefur greint frá málum NSÍ undanfarnar vikur en liðið var með nokkra íslenska þjálfara á óskalistanum. Pétur Pétursson hafnaði tilboði NSÍ en einnig komu til greina Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldsson. Þeir hafa nú verið slegnir út af borðinu og stendur valið á milli Ólafs Þórðarsonar eða ónefnds Dana. „Ég hef verið í smá viðræðum við NSÍ. Þetta er svona bara að þróast. Ég er ekki búinn að segja já. Ég er bara að skoða þetta,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Hvað varðar fótboltann finnst mér þetta spennandi. Það er bara ekki einfalt mál að rífa sig svona upp og fara út,“ segir Ólafur sem var óvinnufær vegna brjóskloss í hálsi síðasta vetur og það hrjáir hann enn. „Ég er í smá basli og var ekkert að vinna síðasta vetur. Ég er enn að glíma við þetta brjóslos. Ef ég væri alveg frískur og í betri aðstöðu væri ég búinn að hoppa á þetta því fótboltalega er þetta spennandi. Veikindin og aðstaðan sem ég er í gerir þetta bara ekki svo einfalt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ætla að taka nokkra daga í viðbótar til að ákveða sig en hann er enn að ræða málin við NSÍ sem hafnaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að bíða eftir svari frá mér. Ef ég afþakka þetta þá taka þeir þennan Dana. Þetta skýrist vonandi fljótlega,“ segir Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson þjálfaði síðast Víking en var látinn fara eftir slæma byrjun liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó áður komið liðinu upp úr 1. deildinni 2013 og náð fyrsta Evrópusæti liðsins í 23 ár í Pepsi-deildinni 2014. Áður hefur Ólafur þjálfað Fylki og ÍA með góðum árangri en hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum árið 2001 svo fátt eitt sé nefnt. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Ólafi Þórðarsyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, Fylkis og ÍA, stendur til boða að þjálfa færeyska úrvalsdeildarliðið NSÍ Runavík.Fótbolti.net hefur greint frá málum NSÍ undanfarnar vikur en liðið var með nokkra íslenska þjálfara á óskalistanum. Pétur Pétursson hafnaði tilboði NSÍ en einnig komu til greina Guðjón Þórðarson og Atli Eðvaldsson. Þeir hafa nú verið slegnir út af borðinu og stendur valið á milli Ólafs Þórðarsonar eða ónefnds Dana. „Ég hef verið í smá viðræðum við NSÍ. Þetta er svona bara að þróast. Ég er ekki búinn að segja já. Ég er bara að skoða þetta,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Hvað varðar fótboltann finnst mér þetta spennandi. Það er bara ekki einfalt mál að rífa sig svona upp og fara út,“ segir Ólafur sem var óvinnufær vegna brjóskloss í hálsi síðasta vetur og það hrjáir hann enn. „Ég er í smá basli og var ekkert að vinna síðasta vetur. Ég er enn að glíma við þetta brjóslos. Ef ég væri alveg frískur og í betri aðstöðu væri ég búinn að hoppa á þetta því fótboltalega er þetta spennandi. Veikindin og aðstaðan sem ég er í gerir þetta bara ekki svo einfalt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ætla að taka nokkra daga í viðbótar til að ákveða sig en hann er enn að ræða málin við NSÍ sem hafnaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að bíða eftir svari frá mér. Ef ég afþakka þetta þá taka þeir þennan Dana. Þetta skýrist vonandi fljótlega,“ segir Ólafur Þórðarson. Ólafur Þórðarson þjálfaði síðast Víking en var látinn fara eftir slæma byrjun liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó áður komið liðinu upp úr 1. deildinni 2013 og náð fyrsta Evrópusæti liðsins í 23 ár í Pepsi-deildinni 2014. Áður hefur Ólafur þjálfað Fylki og ÍA með góðum árangri en hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum árið 2001 svo fátt eitt sé nefnt.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira