Ekki lama RÚV Björg Eva Erlendsdóttir og Friðrik Rafnsson og Mörður Árnason skrifa 10. desember 2015 07:00 Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar