Stúlkan sem kanslarinn grætti fær að vera áfram í Þýskalandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2015 14:37 Merkel reynir að hughreysta Reem. vísir Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur. Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24
Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28