Umboðssvik í RÚV? Skjóðan skrifar 23. desember 2015 09:30 Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira