Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfaraskref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjónustunni að halda geti verið virkari þátttakendur í ýmsum félagslegum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með 2 tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt framfaraspor. Fleiri atriði í umræddum reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hagsmunasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessarar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferðir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tómstundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki samfélagsþátttöku og gera það jafnsett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki markmið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavíkurborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viðurkenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gildum og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu eftir því við einn viðskiptavin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþróttum og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fastar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. 40 ferðir voru vegna atvinnu 5 daga vikunnar, 8 ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, 8 ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og 10 ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félagsstarfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heimsókna til ættingja og vina, verslunarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi einstaklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferðaþjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til samanburðar þá kostar árskort í strætisvagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leiðrétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin takmörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatlaðra árskort eins og í almenningssamgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfaraskref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjónustunni að halda geti verið virkari þátttakendur í ýmsum félagslegum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með 2 tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt framfaraspor. Fleiri atriði í umræddum reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hagsmunasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessarar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferðir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tómstundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki samfélagsþátttöku og gera það jafnsett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki markmið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavíkurborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viðurkenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gildum og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu eftir því við einn viðskiptavin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþróttum og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fastar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. 40 ferðir voru vegna atvinnu 5 daga vikunnar, 8 ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, 8 ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og 10 ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félagsstarfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heimsókna til ættingja og vina, verslunarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi einstaklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferðaþjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til samanburðar þá kostar árskort í strætisvagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leiðrétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin takmörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatlaðra árskort eins og í almenningssamgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun