Sigurbjörg: Kom aldrei til greina að hætta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Meiðslin eru mikið áfall fyrir Sigurbjörgu sem hafði aldrei spilað betur en í vetur. vísir/pjetur „Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira