Sverrir og Petrúnella eru pottþétt bikartvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 08:00 Petrúnella Skúladóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikarnum fyrir Grindavík í Höllinni. vísir/Þórdís Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58