Mikilvægt að halda sigurhefðinni í liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Eistlandi skipti íslenska liðið miklu máli. vísir/AFP Íslenska landsliðið verður aftur í eldlínunni í dag, fáeinum dögum eftir 3-0 sigur strákanna í Kasakstan á laugardaginn. Ísland mætir þá Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn og segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að mikilvægi leiksins sé mikið þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða. Gera má ráð fyrir því að hann og Lars Lagerbäck tefli fram gerbreyttu liði og gefi þeim leikmönnum tækifæri sem spiluðu lítið eða ekkert á laugardaginn. Það er þó fleira sem kemur til, til dæmis staða liðsins á styrkleikalista FIFA. „Svo viljum við auðvitað halda sigurhefðinni gangandi. Við höfum ekki áhuga á að spila leiki sem skipta okkur engu máli. Við viljum vinna alla leiki því allir skipta þeir máli,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðið var þá komið til Tallinn og þjálfararnir að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir leikinn.Strákarnir fagna marki Eiðs Smára í Astana. Hann verður ekki með í dag.vísir/afpSkora lítið en spila þétta vörn Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári. Þar höfðu okkar menn betur, 1-0, með marki Kolbeins Sigþórssonar úr víti. „Sá leikur var mjög rólegur og lítið um færi. Þannig er bara leikstíll Eistlendinganna og við þurfum að læra að brjóta niður varnarleik slíkra liða,“ segir Heimir. „Eistland er í grunninn ekkert ósvipað liði Kasakstans og því hentar undirbúningur þess leiks vel fyrir leikinn á morgun [í dag]. Það verður einnig gaman að sjá hvernig nýir menn sem koma inn bregðast við svona leikstíl.“ Eistland byrjaði vel í undankeppni EM en liðið vann Slóveníu á heimavelli, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark og fengið aðeins eitt stig í fjórum leikjum – í markalausu jafntefli gegn smáríkinu San Marino. Liðið hefur þó ekki verið að fá stóra skelli til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk í jafn mörgum leikjum E-riðils undankeppninnar. „Þeir eru mjög þéttir fyrir. Það þurfti þolinmæði í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra og þannig verður það einnig nú,“ segir Heimir. „Eistland, rétt eins og Lettland, leggur áherslu á að fá ekki á sig mark. Ég hugsa að þjóðin skilji nú hversu öflugt það var að vinna Lettland 3-0 á útivelli [í haust] – Lettarnir voru hreinlega óheppnir að fá bara jafntefli gegn Tékklandi á útivelli um helgina.“Birkir Már Sævarsson kom inn í liðið á móti Kasakstan.vísir/afpFIFA-listinn skiptir máli Stuðst verður við styrkleikalista FIFA þegar liðum verður raðað í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018, nánar tiltekið júlíútgáfan í sumar. Ísland er nú í 35. sæti listans og hefur tvo leiki – gegn Eistlandi í dag og gegn Tékklandi 12. júní – til að safna sér stigum og fikra sig upp listann. „Venjulega skiptir þessi listi engu máli nema á fjögurra ára fresti þegar liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka [fyrir undankeppni HM]. Með góðum úrslitum í þessum leikjum gætum við jafnvel komist upp í annan styrkleikaflokk sem væri auðvitað frábært,“ segir Heimir. Þess má geta að Ísland var í næstneðsta styrkleikaflokki fyrir núverandi undankeppni og neðsta fyrir þá síðustu, er Ísland komst í umspilið í fyrsta sinn og tapaði þar fyrir Króatíu. Það ættu því að felast mikil tækifæri í því að komast upp í annan styrkleikaflokk.Tökum enga áhættu með menn Þjálfararnir gáfu reynsluminni leikmönnum tækifæri í síðasta vináttulandsleik, gegn Belgíu í október, og reikna má með því að svipað verði upp á teningnum í kvöld en þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki í hópnum í dag. „Við tökum enga áhættu af leikmönnum sem eru tæpir og við munum örugglega gefa leikmönnum tækifæri sem spiluðu ekkert í Kasakstan, enda var það alltaf áætlun okkar.“eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Sjá meira
Íslenska landsliðið verður aftur í eldlínunni í dag, fáeinum dögum eftir 3-0 sigur strákanna í Kasakstan á laugardaginn. Ísland mætir þá Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn og segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að mikilvægi leiksins sé mikið þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða. Gera má ráð fyrir því að hann og Lars Lagerbäck tefli fram gerbreyttu liði og gefi þeim leikmönnum tækifæri sem spiluðu lítið eða ekkert á laugardaginn. Það er þó fleira sem kemur til, til dæmis staða liðsins á styrkleikalista FIFA. „Svo viljum við auðvitað halda sigurhefðinni gangandi. Við höfum ekki áhuga á að spila leiki sem skipta okkur engu máli. Við viljum vinna alla leiki því allir skipta þeir máli,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðið var þá komið til Tallinn og þjálfararnir að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir leikinn.Strákarnir fagna marki Eiðs Smára í Astana. Hann verður ekki með í dag.vísir/afpSkora lítið en spila þétta vörn Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári. Þar höfðu okkar menn betur, 1-0, með marki Kolbeins Sigþórssonar úr víti. „Sá leikur var mjög rólegur og lítið um færi. Þannig er bara leikstíll Eistlendinganna og við þurfum að læra að brjóta niður varnarleik slíkra liða,“ segir Heimir. „Eistland er í grunninn ekkert ósvipað liði Kasakstans og því hentar undirbúningur þess leiks vel fyrir leikinn á morgun [í dag]. Það verður einnig gaman að sjá hvernig nýir menn sem koma inn bregðast við svona leikstíl.“ Eistland byrjaði vel í undankeppni EM en liðið vann Slóveníu á heimavelli, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark og fengið aðeins eitt stig í fjórum leikjum – í markalausu jafntefli gegn smáríkinu San Marino. Liðið hefur þó ekki verið að fá stóra skelli til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk í jafn mörgum leikjum E-riðils undankeppninnar. „Þeir eru mjög þéttir fyrir. Það þurfti þolinmæði í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra og þannig verður það einnig nú,“ segir Heimir. „Eistland, rétt eins og Lettland, leggur áherslu á að fá ekki á sig mark. Ég hugsa að þjóðin skilji nú hversu öflugt það var að vinna Lettland 3-0 á útivelli [í haust] – Lettarnir voru hreinlega óheppnir að fá bara jafntefli gegn Tékklandi á útivelli um helgina.“Birkir Már Sævarsson kom inn í liðið á móti Kasakstan.vísir/afpFIFA-listinn skiptir máli Stuðst verður við styrkleikalista FIFA þegar liðum verður raðað í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018, nánar tiltekið júlíútgáfan í sumar. Ísland er nú í 35. sæti listans og hefur tvo leiki – gegn Eistlandi í dag og gegn Tékklandi 12. júní – til að safna sér stigum og fikra sig upp listann. „Venjulega skiptir þessi listi engu máli nema á fjögurra ára fresti þegar liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka [fyrir undankeppni HM]. Með góðum úrslitum í þessum leikjum gætum við jafnvel komist upp í annan styrkleikaflokk sem væri auðvitað frábært,“ segir Heimir. Þess má geta að Ísland var í næstneðsta styrkleikaflokki fyrir núverandi undankeppni og neðsta fyrir þá síðustu, er Ísland komst í umspilið í fyrsta sinn og tapaði þar fyrir Króatíu. Það ættu því að felast mikil tækifæri í því að komast upp í annan styrkleikaflokk.Tökum enga áhættu með menn Þjálfararnir gáfu reynsluminni leikmönnum tækifæri í síðasta vináttulandsleik, gegn Belgíu í október, og reikna má með því að svipað verði upp á teningnum í kvöld en þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki í hópnum í dag. „Við tökum enga áhættu af leikmönnum sem eru tæpir og við munum örugglega gefa leikmönnum tækifæri sem spiluðu ekkert í Kasakstan, enda var það alltaf áætlun okkar.“eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Sjá meira