Mikilvægt að halda sigurhefðinni í liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Eistlandi skipti íslenska liðið miklu máli. vísir/AFP Íslenska landsliðið verður aftur í eldlínunni í dag, fáeinum dögum eftir 3-0 sigur strákanna í Kasakstan á laugardaginn. Ísland mætir þá Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn og segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að mikilvægi leiksins sé mikið þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða. Gera má ráð fyrir því að hann og Lars Lagerbäck tefli fram gerbreyttu liði og gefi þeim leikmönnum tækifæri sem spiluðu lítið eða ekkert á laugardaginn. Það er þó fleira sem kemur til, til dæmis staða liðsins á styrkleikalista FIFA. „Svo viljum við auðvitað halda sigurhefðinni gangandi. Við höfum ekki áhuga á að spila leiki sem skipta okkur engu máli. Við viljum vinna alla leiki því allir skipta þeir máli,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðið var þá komið til Tallinn og þjálfararnir að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir leikinn.Strákarnir fagna marki Eiðs Smára í Astana. Hann verður ekki með í dag.vísir/afpSkora lítið en spila þétta vörn Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári. Þar höfðu okkar menn betur, 1-0, með marki Kolbeins Sigþórssonar úr víti. „Sá leikur var mjög rólegur og lítið um færi. Þannig er bara leikstíll Eistlendinganna og við þurfum að læra að brjóta niður varnarleik slíkra liða,“ segir Heimir. „Eistland er í grunninn ekkert ósvipað liði Kasakstans og því hentar undirbúningur þess leiks vel fyrir leikinn á morgun [í dag]. Það verður einnig gaman að sjá hvernig nýir menn sem koma inn bregðast við svona leikstíl.“ Eistland byrjaði vel í undankeppni EM en liðið vann Slóveníu á heimavelli, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark og fengið aðeins eitt stig í fjórum leikjum – í markalausu jafntefli gegn smáríkinu San Marino. Liðið hefur þó ekki verið að fá stóra skelli til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk í jafn mörgum leikjum E-riðils undankeppninnar. „Þeir eru mjög þéttir fyrir. Það þurfti þolinmæði í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra og þannig verður það einnig nú,“ segir Heimir. „Eistland, rétt eins og Lettland, leggur áherslu á að fá ekki á sig mark. Ég hugsa að þjóðin skilji nú hversu öflugt það var að vinna Lettland 3-0 á útivelli [í haust] – Lettarnir voru hreinlega óheppnir að fá bara jafntefli gegn Tékklandi á útivelli um helgina.“Birkir Már Sævarsson kom inn í liðið á móti Kasakstan.vísir/afpFIFA-listinn skiptir máli Stuðst verður við styrkleikalista FIFA þegar liðum verður raðað í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018, nánar tiltekið júlíútgáfan í sumar. Ísland er nú í 35. sæti listans og hefur tvo leiki – gegn Eistlandi í dag og gegn Tékklandi 12. júní – til að safna sér stigum og fikra sig upp listann. „Venjulega skiptir þessi listi engu máli nema á fjögurra ára fresti þegar liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka [fyrir undankeppni HM]. Með góðum úrslitum í þessum leikjum gætum við jafnvel komist upp í annan styrkleikaflokk sem væri auðvitað frábært,“ segir Heimir. Þess má geta að Ísland var í næstneðsta styrkleikaflokki fyrir núverandi undankeppni og neðsta fyrir þá síðustu, er Ísland komst í umspilið í fyrsta sinn og tapaði þar fyrir Króatíu. Það ættu því að felast mikil tækifæri í því að komast upp í annan styrkleikaflokk.Tökum enga áhættu með menn Þjálfararnir gáfu reynsluminni leikmönnum tækifæri í síðasta vináttulandsleik, gegn Belgíu í október, og reikna má með því að svipað verði upp á teningnum í kvöld en þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki í hópnum í dag. „Við tökum enga áhættu af leikmönnum sem eru tæpir og við munum örugglega gefa leikmönnum tækifæri sem spiluðu ekkert í Kasakstan, enda var það alltaf áætlun okkar.“eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Íslenska landsliðið verður aftur í eldlínunni í dag, fáeinum dögum eftir 3-0 sigur strákanna í Kasakstan á laugardaginn. Ísland mætir þá Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn og segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að mikilvægi leiksins sé mikið þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða. Gera má ráð fyrir því að hann og Lars Lagerbäck tefli fram gerbreyttu liði og gefi þeim leikmönnum tækifæri sem spiluðu lítið eða ekkert á laugardaginn. Það er þó fleira sem kemur til, til dæmis staða liðsins á styrkleikalista FIFA. „Svo viljum við auðvitað halda sigurhefðinni gangandi. Við höfum ekki áhuga á að spila leiki sem skipta okkur engu máli. Við viljum vinna alla leiki því allir skipta þeir máli,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðið var þá komið til Tallinn og þjálfararnir að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir leikinn.Strákarnir fagna marki Eiðs Smára í Astana. Hann verður ekki með í dag.vísir/afpSkora lítið en spila þétta vörn Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári. Þar höfðu okkar menn betur, 1-0, með marki Kolbeins Sigþórssonar úr víti. „Sá leikur var mjög rólegur og lítið um færi. Þannig er bara leikstíll Eistlendinganna og við þurfum að læra að brjóta niður varnarleik slíkra liða,“ segir Heimir. „Eistland er í grunninn ekkert ósvipað liði Kasakstans og því hentar undirbúningur þess leiks vel fyrir leikinn á morgun [í dag]. Það verður einnig gaman að sjá hvernig nýir menn sem koma inn bregðast við svona leikstíl.“ Eistland byrjaði vel í undankeppni EM en liðið vann Slóveníu á heimavelli, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark og fengið aðeins eitt stig í fjórum leikjum – í markalausu jafntefli gegn smáríkinu San Marino. Liðið hefur þó ekki verið að fá stóra skelli til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk í jafn mörgum leikjum E-riðils undankeppninnar. „Þeir eru mjög þéttir fyrir. Það þurfti þolinmæði í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra og þannig verður það einnig nú,“ segir Heimir. „Eistland, rétt eins og Lettland, leggur áherslu á að fá ekki á sig mark. Ég hugsa að þjóðin skilji nú hversu öflugt það var að vinna Lettland 3-0 á útivelli [í haust] – Lettarnir voru hreinlega óheppnir að fá bara jafntefli gegn Tékklandi á útivelli um helgina.“Birkir Már Sævarsson kom inn í liðið á móti Kasakstan.vísir/afpFIFA-listinn skiptir máli Stuðst verður við styrkleikalista FIFA þegar liðum verður raðað í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018, nánar tiltekið júlíútgáfan í sumar. Ísland er nú í 35. sæti listans og hefur tvo leiki – gegn Eistlandi í dag og gegn Tékklandi 12. júní – til að safna sér stigum og fikra sig upp listann. „Venjulega skiptir þessi listi engu máli nema á fjögurra ára fresti þegar liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka [fyrir undankeppni HM]. Með góðum úrslitum í þessum leikjum gætum við jafnvel komist upp í annan styrkleikaflokk sem væri auðvitað frábært,“ segir Heimir. Þess má geta að Ísland var í næstneðsta styrkleikaflokki fyrir núverandi undankeppni og neðsta fyrir þá síðustu, er Ísland komst í umspilið í fyrsta sinn og tapaði þar fyrir Króatíu. Það ættu því að felast mikil tækifæri í því að komast upp í annan styrkleikaflokk.Tökum enga áhættu með menn Þjálfararnir gáfu reynsluminni leikmönnum tækifæri í síðasta vináttulandsleik, gegn Belgíu í október, og reikna má með því að svipað verði upp á teningnum í kvöld en þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki í hópnum í dag. „Við tökum enga áhættu af leikmönnum sem eru tæpir og við munum örugglega gefa leikmönnum tækifæri sem spiluðu ekkert í Kasakstan, enda var það alltaf áætlun okkar.“eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira