Faglegar ráðningar skólastjóra Skúli Helgason og Líf Magneudóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun