Þér er ekki boðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. apríl 2015 07:00 Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Líklega er leitun að ræðu sem hefur vakið jafn mikla athygli og ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Fjölmiðlar hafa haft úr nógu að moða, enda riðu stórtíðindin ekki við einteyming í máli forsætisráðherra. Að öðrum málum ólöstuðum verður að segjast að tilkynning hans um að áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði samþykkt á yfirstandandi þingi hafi vakið mesta athygli. Þar er enda mál á ferðinni sem getur skilið á milli feigs og ófeigs í fylgi stjórnarflokkanna og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Það var ekki það að ríkisstjórnin hygðist stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta sem vakti alla þessa athygli. Unnið hefur verið að áætlun um slíkt allan líftíma núverandi stjórnar – og raunar hóf síðasta ríkisstjórn samskonar vinnu – fjöldi nefnda hefur verið skipaður og beðið er með óþreyju eftir afnáminu. Það var mun fremur hvernig staðið var að tilkynningunni sjálfri sem var athygli vert og kannski ekki síður eftirleikurinn. Flokksþing Framsóknarflokksins er lokaður hópur, það sitja engir nema valdir þingfulltrúar sem allir eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer vissulega með forsætisráðuneytið nú um mundir, en það er samstarfsflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið og leiðir í raun vinnuna um afnám haftanna. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að búast við því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um afrakstur þeirrar vinnu sem hann hefur í raun leitt, eða væri í það minnsta viðstaddur, jafnvel uppi á sviði. Hann var hins vegar í útlöndum. Sú hugsun læðist að manni að með þessu útspili hafi Sigmundur Davíð verið að merkja sér og sínum flokki vinnuna umfram Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf ekki að rýna lengi í skoðanakannanir til að sjá að Framsókn þarf á fylgisaukningu að halda og afnám hafta er mál sem, ef vel gengur, hentar vel til slíks. Miður þó ef illa gengur. Líkt og fram kom í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi hafa aðstæður til afnáms hafta í raun aldrei verið betri, um það voru hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sammála. Það er því ekkert skrýtið að áætlunin sé að komast á það stig að hægt sé að kynna hana. Engu að síður kom það mörgum sjálfstæðismanninum á óvart að einmitt það yrði gert á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það hefði verið eins og að tilkynna um áætlun um niðurfellingu húsnæðislána á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin eru nokkuð ljós: Þér er ekki boðið, þetta er mitt mál. Í því ljósi er athyglisvert að velta því fyrir sér að fjármálaráðherra hefur ekki stigið fram og tjáð sig um ræðuna. Málið er af þeirri stærðargráðu að ráðherrum ber skylda til þess að sveipa það ekki óþarfa óvissu. Nóg er nú samt. Eftir stendur að frumvörpin sem verður að samþykkja til að hægt sé að hefja afnámið eru ekki komin fram og aðeins 19 þingfundadagar eftir. Það verður nóg að gera hjá þingmönnum á næstunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun