Aprílgabb forsætisráðherra? Steingrímur J Sigfússon skrifar 14. apríl 2015 07:00 Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Undirrituðum fór eins og fleirum þegar fréttist af tillögum forsætisráðherra um ýmsar húsbyggingar hinn 1. apríl sl., að afgreiða það eftir augnabliks íhugun sem aprílgabb. Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá er framtíðarúrlausn í húsnæðismálum Alþingis hið þarfasta mál. Sama á við um að ráðast loksins í að byggja myndarlega yfir handritin og aðra starfsemi undir hatti stofnunar Árna Magnússonar. Mun meira tvímælis orkar einhvers konar endurbygging Hótel Valhallar á Þingvöllum. Sú hugmynd fellur illa að þeim áherslum sem Þingvallanefnd hefur í mótun um framtíðarfyrirkomulag mála á Þingvöllum og í samráði við forsætisnefnd Alþingis hvað varðar mögulega aðkomu Alþingis sjálfs að skipan mála á eða í nágrenni við sjálfa þinghelgina. Verst eru þó vinnubrögð forsætisráðherra.1) Ef ætlunin er að ná breiðri pólitískri samstöðu um tillögur sem tengdar verði hundrað ára fullveldisafmælinu 2018 er aðferðin ekki sú að einn flokksformaður, jafnvel þó forsætisráðherra sé, móti þær tillögur án nokkurs samráðs, geri þær heyrinkunnar sem sínar og ætli sér svo að hóa í aðra forystumenn til samþykkis. Svoleiðis hefur aldrei áður verið staðið að málum sem þessum.2) Hvað húsakost Alþingis varðar þá er það einfaldlega ekki mál framkvæmdavaldsins. Lengi hefur staðið undirbúningur undir nýbyggingar sem leysa myndu framtíðarhúsnæðisþörf Alþingis fyrir þingnefndir og þjónustu á nefndasviði, skrifstofuaðstöðu þingmanna og þingflokka og ýmsa aðra stoðþjónustu sem nú er á víð og dreif í leiguhúsnæði í mörgum byggingum. Svo var komið síðsumars 2008 að deiliskipulag var frágengið, nákvæm húsrýmisáætlun hafði verið gerð og allt var klárt fyrir útboð hönnunarsamkeppni. Öll stefnumótun, undirbúningur og ákvarðanataka í þessum efnum var á vegum Alþingis sjálfs og nema hvað. Íslandi býr við þingbundna lýðræðisstjórn. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt til Alþingis en ekki öfugt. Alþingi er þar á ofan fjárveitinga- og fjárstjórnarvaldið og ákveður því sjálft þær fjárveitingar sem það telur sig þurfa til framkvæmda jafnt sem reksturs. Forsætisnefnd Alþingis hefur haft framtíðarúrlausn húsnæðismála á sinni dagskrá undanfarna mánuði og nú síðast fyrir nokkrum vikum tekið að skoða nýbyggingaráformin aftur. Þar á málið heima. Það er einfaldlega stjórnskipulega rangt að framkvæmdavaldið standi fyrir tillögugerð um innri mál Alþingis. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði þingskapalaga og eðlilega aðgreiningu valdþáttanna. Rúsínan í pylsuendanum hér er svo að forsætisráðherra hyggst ákveða eftir hvaða teikningum eigi að byggja, þ.e. aldargömlum skissum Guðjóns Samúelssonar, sem að hluta til a.m.k. áttu að leysa úr þörf nýstofnaðs Háskóla Íslands sem þá var til húsa í Alþingishúsinu fyrir stúdentagarða.3) Þegar kemur að framkvæmdum á Þingvöllum er svipað uppi á teningunum. Í 3. mgr. 1. gr. laga um Þjóðgarðinn á Þingvöllum stendur: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar.“ Önnur grein laganna hefst á orðunum: „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar,“ sem svo Alþingi kýs í upphafi hvers kjörtímabils. Þó svo málefni Þingvalla heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið (með svipuðum hætti og forsætisráðuneytið er tengiliður Alþingis við framkvæmdavaldið) er sjálfstæði Þingvallanefndar með ýmsum hætti undirstrikað. Þannig semur Þingvallanefnd sjálf reglugerðir sem gilda innan þjóðgarðsins og forsætisráðuneytið fær þær einungis til staðfestingar. Það er því auðvitað Þingvallanefndar en ekki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að ákveða einstakar framkvæmdir á Þingvöllum.4) Loks Stofnun Árna Magnússonar. Dregist hefur úr hömlu að koma þeirri byggingu af stað og kyrrstaðan sl. tvö ár er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að stöðva þegar hafnar framkvæmdir eftir að fyrri ríkisstjórn hafði tekið framkvæmdina inn í fjárfestingaáætlun sína í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem kostar verkið að hluta. Síðan hefur blasað við gestum og gangandi hola, svonefnd „gröf íslenskra fræða“, þar sem áður stóð hinn fornfrægi Melavöllur. Sinnaskipti forsætisráðherra eru ánægjuleg, en varla er sérstakt tilefni fyrir hann að hreykja sér. Það kórónaði svo allt saman í þessu einkennilega aprílbyrjunargosi forsætisráðherra þegar hann fór óforvarendis að fimbulfamba um að e.t.v. ætti að byggja nýjan Landspítala á einhverjum allt öðrum stað. Byggingin sem er, með fullri virðingu fyrir hinum, þ.e. húsnæði Alþingis, Stofnun Árna Magnússonar og úrbótum á Þingvöllum, mest þjóðarnauðsyn er með slíku ábyrgðarleysishjali forsætisráðherra enn sett í óvissu. Það er að segja ef eitthvert mark er á honum takandi sem vonandi er ekki í þessu tilviki fremur en fleirum.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar