Auðlind á silfurfati Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella sex ára úthlutun úr gildi með minna en sex ára fyrirvara og gildistíminn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn. Við álagningu veiðigjalds á makríl er engin tilraun gerð til þess að nálgast sannvirði nýtingarréttarins á auðlindinni, til dæmis með útboðum. Engin kvótasetning hefur enn átt sér stað á makríl og því er tækifæri nú til að skipta um stefnu með þessa nýju fisktegund sem ratað hefur á Íslandsmið. Tillaga hægristjórnarinnar er að festa nýju tegundina rækilega í gamla kerfinu sem leyfir enga nýliðun í greininni nema gegn greiðslu til þeirra útgerða sem fá makrílkvóta gefins. Þjóðin ber hins vegar skarðan hlut frá borði þegar auðlind hennar er metin til fjár.Hvað gerir forsetinn? Getur verið að hagsmunaaðilar í útgerð og ríkisstjórnin hafi fundið leið til þess að læða í gegn stórtækri breytingu á úthlutun aflaheimilda og útreikningi veiðigjalda án þess að þjóðin taki eftir því? Forseti Íslands sagði árið 2012 að mál sem varða auðlindir þjóðarinnar væru vel til þess fallin að setja í dóm þjóðarinnar. Honum bárust 35.000 undirskriftir árið 2013 og hann var beðinn um að staðfesta ekki lög um veiðigjöld sem fólu í sér mikla lækkun gjaldanna. Hann réttlætti staðfestingu þeirra laga með þeim rökum að lögin væru aðeins til eins árs. Hann hlýtur því að bregðast við ótímabundinni úthlutun á makrílkvóta. Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið. Og auðlindaákvæði vantar enn í stjórnarskrá Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella sex ára úthlutun úr gildi með minna en sex ára fyrirvara og gildistíminn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn. Við álagningu veiðigjalds á makríl er engin tilraun gerð til þess að nálgast sannvirði nýtingarréttarins á auðlindinni, til dæmis með útboðum. Engin kvótasetning hefur enn átt sér stað á makríl og því er tækifæri nú til að skipta um stefnu með þessa nýju fisktegund sem ratað hefur á Íslandsmið. Tillaga hægristjórnarinnar er að festa nýju tegundina rækilega í gamla kerfinu sem leyfir enga nýliðun í greininni nema gegn greiðslu til þeirra útgerða sem fá makrílkvóta gefins. Þjóðin ber hins vegar skarðan hlut frá borði þegar auðlind hennar er metin til fjár.Hvað gerir forsetinn? Getur verið að hagsmunaaðilar í útgerð og ríkisstjórnin hafi fundið leið til þess að læða í gegn stórtækri breytingu á úthlutun aflaheimilda og útreikningi veiðigjalda án þess að þjóðin taki eftir því? Forseti Íslands sagði árið 2012 að mál sem varða auðlindir þjóðarinnar væru vel til þess fallin að setja í dóm þjóðarinnar. Honum bárust 35.000 undirskriftir árið 2013 og hann var beðinn um að staðfesta ekki lög um veiðigjöld sem fólu í sér mikla lækkun gjaldanna. Hann réttlætti staðfestingu þeirra laga með þeim rökum að lögin væru aðeins til eins árs. Hann hlýtur því að bregðast við ótímabundinni úthlutun á makrílkvóta. Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið. Og auðlindaákvæði vantar enn í stjórnarskrá Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun