Hildur getur kvatt sem meistari í Hólminum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hildur Sigurðardóttir getur kvatt sem meistari. vísir/Ernir Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira