Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð, en þetta var líklega hennar síðasti leikur á ferlinum. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira