Útlitið skiptir miklu máli Björn B. Björnsson skrifar 5. maí 2015 08:34 Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun