Helena: Körfuboltinn er áfram mín atvinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Helena Sverrisdóttir segir að það hafi aldrei annað komið til greina en að fara aftur í uppeldisfélag sitt. Vísir/Valli „Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði. Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
„Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira