Helena: Körfuboltinn er áfram mín atvinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Helena Sverrisdóttir segir að það hafi aldrei annað komið til greina en að fara aftur í uppeldisfélag sitt. Vísir/Valli „Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði. Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira