Gullni meðalvegurinn Rikka skrifar 8. maí 2015 14:00 Vísir/Getty Í síðustu viku las ég afar áhugavert viðtal við breskan hjartalækni að nafni Aseem Malhorta, en hann ásamt tveimur öðrum breskum sérfræðingum heldur því fram að það sé sykri og einföldum kolvetnum að kenna en ekki hreyfingarleysi að mannfólkið sé orðið eins feitt og raun ber vitni. Hann byggir þetta á gögnum sem sýna fram á að í raun erum við ekki að hreyfa okkur mikið minna en áður en borðum þeim mun meira af óhollum mat með litlu næringargildi. Hann segir jafnframt að mataræði sem uppfullt er af sykri og einföldum kolvetnum megi beintengja við algengustu sjúkdóma nútímamannsins. Gögnin sem Aseem ræðir um miðast við Bretland, en þar í landi virðist ekkert lát vera á stækkandi mittismáli og mætti segja að um faraldur væri að ræða.Snúum við þróuninni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi nýlega frá sér framtíðarspá sem miðuð er við núverandi þróun en í henni kom fram að árið 2030 muni að meðaltali þrír af hverjum fjórum Bretum vera í yfirvigt. Á sama lista erum við Íslendingar í fjórða sæti kvenna og öðru sæti karla yfir feitustu þjóðir Evrópu. Þróunin er óhugnanleg og ef fer sem horfir munu komandi kynslóðir þjást af áunnum lífsstílssjúkdómum og lifa skemur en forfeður okkar. Þrátt fyrir að spáin nái fimmtán ár fram í tímann er þetta háalvarleg viðvörun og lífsnauðsyn að snúa þróuninni við.Hófleg neysla mikilvæg Góðir hlutir gerast hægt og ekki ástæða til þess að snúa öllu á hvolf. Fyrsta skrefið að betri heilsu er að vera meðvituð um það sem við setjum ofan í okkur, það er enginn að segja að við eigum að hætta að borða óhollan mat en hans ber að neyta í hófi. Við stöndum alltaf frammi fyrir vali, veljum frekar mat sem nýtist líkamanum og er fullur af nauðsynlegum næringarefnum. Þrátt fyrir að hjartalæknirinn Aseem vilji ekki benda beint ná hreyfingarleysi sem áhættuþátt offitu eru þetta samt sem áður samverkandi þættir, hreyfing bætir lífsgæði bæði andleg og líkamleg. Heilsa Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið
Í síðustu viku las ég afar áhugavert viðtal við breskan hjartalækni að nafni Aseem Malhorta, en hann ásamt tveimur öðrum breskum sérfræðingum heldur því fram að það sé sykri og einföldum kolvetnum að kenna en ekki hreyfingarleysi að mannfólkið sé orðið eins feitt og raun ber vitni. Hann byggir þetta á gögnum sem sýna fram á að í raun erum við ekki að hreyfa okkur mikið minna en áður en borðum þeim mun meira af óhollum mat með litlu næringargildi. Hann segir jafnframt að mataræði sem uppfullt er af sykri og einföldum kolvetnum megi beintengja við algengustu sjúkdóma nútímamannsins. Gögnin sem Aseem ræðir um miðast við Bretland, en þar í landi virðist ekkert lát vera á stækkandi mittismáli og mætti segja að um faraldur væri að ræða.Snúum við þróuninni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi nýlega frá sér framtíðarspá sem miðuð er við núverandi þróun en í henni kom fram að árið 2030 muni að meðaltali þrír af hverjum fjórum Bretum vera í yfirvigt. Á sama lista erum við Íslendingar í fjórða sæti kvenna og öðru sæti karla yfir feitustu þjóðir Evrópu. Þróunin er óhugnanleg og ef fer sem horfir munu komandi kynslóðir þjást af áunnum lífsstílssjúkdómum og lifa skemur en forfeður okkar. Þrátt fyrir að spáin nái fimmtán ár fram í tímann er þetta háalvarleg viðvörun og lífsnauðsyn að snúa þróuninni við.Hófleg neysla mikilvæg Góðir hlutir gerast hægt og ekki ástæða til þess að snúa öllu á hvolf. Fyrsta skrefið að betri heilsu er að vera meðvituð um það sem við setjum ofan í okkur, það er enginn að segja að við eigum að hætta að borða óhollan mat en hans ber að neyta í hófi. Við stöndum alltaf frammi fyrir vali, veljum frekar mat sem nýtist líkamanum og er fullur af nauðsynlegum næringarefnum. Þrátt fyrir að hjartalæknirinn Aseem vilji ekki benda beint ná hreyfingarleysi sem áhættuþátt offitu eru þetta samt sem áður samverkandi þættir, hreyfing bætir lífsgæði bæði andleg og líkamleg.
Heilsa Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið