Tálsýn verulegra launahækkana Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 13. maí 2015 12:00 Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun