Truflanir á flugi um mánaðamótin: „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Vinnustöðvun í fyrravor setti strik í reikning flugfarþega. Fréttablaðið/GVA „Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Við höfum ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um áhrif yfirvofandi allsherjarverkfalls 6. júní næstkomandi.Svanhvít FriðriksdóttirBúast má við því að truflanir verði á flugi strax dagana 31. maí og 1. júní þegar áætlað er að flugafgreiðslufólk verði í verkfalli. Hversu mikil áhrif þessi vinnustöðvun hefur á flugumferð er enn óljóst. Líklegt er að flugfélögin myndu meðal annars bregðast við með því að flýta og seinka flugi sem áætlað er þessa daga til að koma farþegum á áfangastað. Allsherjarverkfallið sem boðað hefur verið laugardaginn 6. júní gæti hins vegar haft meira afgerandi áhrif en fyrrnefnd vinnustöðvun um mánaðamótin. Guðjón ArngrímssonLíkt og Svanhvít hjá WOW air hér að framan segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að engin breyting sjáist á bókunum. „Hins vegar höfum við orðið vör við að fólk hringir inn með fyrirspurnir. Við höfum ekki gert neinar breytingar á okkar áætlunum og bindum, eins og allir, vonir við það að samningar náist og ekki komi til truflana á flugi,“ segir Guðjón. Aðspurð um rétt farþega falli flug niður vegna verkfalla vísar Svanhvít í reglugerð sem innleidd var á Íslandi árið 2012.Helga Árnadóttir„WOW air mun aðstoða alla farþega eins og kostur er ef af verkfalli verður. Farþegar sem hafa haft samband við þjónustuver WOW air hafa spurt um réttindi sín og höfum við þá bent á heimasíðu Samgöngustofu sem skýrir réttindi farþega mjög vel,“ segir Svanhvít. Þar kemur meðal annars fram að farþegar eiga alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs. „Aðalmarkmiðið er að koma farþegum á áfangastað eins fljótt og hægt er,“ segir Guðjón. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist nú þegar hafa heyrt af hópum sem hafi afbókað. Erlendir ferðaheildsalar fylgist áhyggjufullir með, minnugir óvissunnar í kringum verkföll fyrra. „Eftir því sem óvissan magnast, þeim mun verra, og hlutirnir eru allir í biðstöðu. Nú telur hver einasti dagur,“ segir Helga Árnadóttir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira