Írar kjósa um hjónabönd samkynhneigðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Stríðandi fylkingar heyja harða kosningabaráttu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nordicphotos/AFP Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert. Írland Trúmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert.
Írland Trúmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira