Kirkjuþing með hreina samvisku Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:00 „Af samvisku presta“ nefnist grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. mars síðastliðinn og varð Kirkjuþingi unga fólksins hvati til að vekja athygli á samviskufrelsi presta og þeirri mismunun á grundvelli kynhneigðar sem í henni felst. Daníel Ágúst Gautason, guðfræðinemi og æskulýðsstarfsmaður í Neskirkju, lagði málið fram og þingið ályktaði einróma þess efnis að senda biskupi og Kirkjuráði erindi þar sem samviskufrelsi presta er mótmælt. Réttsýni þeirra vakti töluverða athygli en ályktun Kirkjuþings unga fólksins rataði á forsíðu Fréttablaðsins, Halldór teiknaði skopmynd af þeirri stöðu sem samviskufrelsið setur samkynhneigða í og prestsystkinin Óskar og Sigrún Óskarsbörn líktu samviskufrelsinu við sauðfjárbændur sem sinna einungis hvítu fé en ekki mislitu (visir.is 21. maí). Frú Agnes Sigurðardóttir hefur brugðist við fréttaflutningi af ályktun Kirkjuþings unga fólksins með grein sem ber heitið „Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan“ og birtist í Fréttablaðinu 22. maí. Þar nefnir hún réttilega að innanríkisráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups og sett reglur er varða frelsi presta til að hafna „að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu“ eins og segir í frumvarpi til einna hjúskaparlaga (þskj. 836/485. mál.). Hins vegar hefur Kirkjuþing ályktað (nr. 8/2007) að það „leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt“ og það var að frumkvæði Kirkjuþings áréttað í frumvarpi til núgildandi hjúskaparlaga. Agnes segir í grein sinni að hún telji þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og að hún sjálf og yfir 90 prósent presta innan þjóðkirkjunnar séu tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa. Afstaða Agnesar endurspeglar þá afstöðu margra innan stéttarinnar að virða beri friðhelgi presta til að fara eftir samvisku sinni í afstöðunni til hjónavígslu hinsegin fólks. Sú samviska byggir á þeirri sannfæringu annars vegar að hjónabandið sé frátekið fyrir karl og konu og hins vegar að samkynhneigð sé synd að áliti Biblíunnar. Ég hef áður líkt frelsi presta í afstöðunni til samkynhneigðar við prestvígslu kvenna en víða erlendis eru svæði þar prestvígsla kvenna er ekki viðurkennd og biskupar hafa í reynd samviskufrelsi til að neita konum um vígslu til prestsþjónustu. Það samviskufrelsi er meðal annars réttlætt á grundvelli biblíutexta sem segja konum að þegja á safnaðarsamkomum. Slíkt samviskufrelsi hefur aldrei verið áréttað af biskupum eða Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar. Biblían fordæmir ekki samkynhneigð Biblían fordæmir ekki samkynhneigð en sex ritningarstaðir hafa verið notaðir til að berja á hinsegin fólki og merking þeirra verið afbökuð til að vopna andúðina. Í ljósi sögunnar mun sú synd kirkjunnar vera flokkuð með annarri mismunun og mannréttindabrotum sem hafa verið réttlætt á trúarlegum grundvelli. Jesús Kristur fjallar hvergi um hinsegin fólk en hann fordæmir hjónaskilnaði með afgerandi hætti og segir í 19. kafla Matteusarguðspjalls: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ Hvorki biskupar né Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að árétta samviskufrelsi presta í garð þess að gefa saman fráskilda í gagnkynhneigt hjónaband. Ályktun Kirkjuþings og afstaða þeirra sem standa vilja vörð um frelsi til að neita samkynja pörum um hjónavígslu er í besta falli móðgandi við hinsegin fjölskyldur og í framkvæmd leiðir hún af sér kerfislæga mismunun á grundvelli kynhneigðar af höndum kirkjunnar þjóna. Það hlutfall sem Agnes nefnir kann að virðast viðunandi en það setur hinsegin fólk í þá stöðu að eiga 10 prósenta líkur á því að mæta andúð og fordómum þegar það leitar til prests eftir hjónavígslu til blessunar ást sinni og fjölskyldu. Blaðið 24 stundir gerði árið 2008 úttekt á afstöðu presta til hjónavígslu hinsegin fólks (126. tbl. 5.7.2008) og þar birtast viðhorf þjónandi presta til málefnisins. Landslagið hefur breyst töluvert síðan þá, meðal annars með breytingum á prestembættum, en neitunarvald presta gerir þá kröfu á hinsegin fólk að þurfa að kynna sér kirkjupólitískt landslag Þjóðkirkjunnar áður en það leitar eftir þjónustu. Sú staða er óviðunandi mismunun á grundvelli kynhneigðar og setur fordóma einstaka presta ofar mannhelgi þeirra sem óska eftir þjónustu Þjóðkirkjunnar. Sú forréttindasátt og gagnkynhneigðarhyggja sem birtist í samviskufrelsi presta virðir að vettugi þá fordóma og mismunun sem hinsegin fólk hefur þurft að þola í nafni kristinnar kirkju. Það er stjórnarskrárvarinn réttur hinsegin fólks að vera ekki mismunað á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing unga fólksins gefur kirkjunni von um framtíð þar sem hinsegin fólk er ekki eitt tekið út fyrir sviga í þjónustu Þjóðkirkjunnar sem miðlar elsku Guðs í þágu ástarinnar og lífsins með kristinni hjónavígslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
„Af samvisku presta“ nefnist grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. mars síðastliðinn og varð Kirkjuþingi unga fólksins hvati til að vekja athygli á samviskufrelsi presta og þeirri mismunun á grundvelli kynhneigðar sem í henni felst. Daníel Ágúst Gautason, guðfræðinemi og æskulýðsstarfsmaður í Neskirkju, lagði málið fram og þingið ályktaði einróma þess efnis að senda biskupi og Kirkjuráði erindi þar sem samviskufrelsi presta er mótmælt. Réttsýni þeirra vakti töluverða athygli en ályktun Kirkjuþings unga fólksins rataði á forsíðu Fréttablaðsins, Halldór teiknaði skopmynd af þeirri stöðu sem samviskufrelsið setur samkynhneigða í og prestsystkinin Óskar og Sigrún Óskarsbörn líktu samviskufrelsinu við sauðfjárbændur sem sinna einungis hvítu fé en ekki mislitu (visir.is 21. maí). Frú Agnes Sigurðardóttir hefur brugðist við fréttaflutningi af ályktun Kirkjuþings unga fólksins með grein sem ber heitið „Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan“ og birtist í Fréttablaðinu 22. maí. Þar nefnir hún réttilega að innanríkisráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups og sett reglur er varða frelsi presta til að hafna „að vígja hjónaefni ef hann telur slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu“ eins og segir í frumvarpi til einna hjúskaparlaga (þskj. 836/485. mál.). Hins vegar hefur Kirkjuþing ályktað (nr. 8/2007) að það „leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt“ og það var að frumkvæði Kirkjuþings áréttað í frumvarpi til núgildandi hjúskaparlaga. Agnes segir í grein sinni að hún telji þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og að hún sjálf og yfir 90 prósent presta innan þjóðkirkjunnar séu tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa. Afstaða Agnesar endurspeglar þá afstöðu margra innan stéttarinnar að virða beri friðhelgi presta til að fara eftir samvisku sinni í afstöðunni til hjónavígslu hinsegin fólks. Sú samviska byggir á þeirri sannfæringu annars vegar að hjónabandið sé frátekið fyrir karl og konu og hins vegar að samkynhneigð sé synd að áliti Biblíunnar. Ég hef áður líkt frelsi presta í afstöðunni til samkynhneigðar við prestvígslu kvenna en víða erlendis eru svæði þar prestvígsla kvenna er ekki viðurkennd og biskupar hafa í reynd samviskufrelsi til að neita konum um vígslu til prestsþjónustu. Það samviskufrelsi er meðal annars réttlætt á grundvelli biblíutexta sem segja konum að þegja á safnaðarsamkomum. Slíkt samviskufrelsi hefur aldrei verið áréttað af biskupum eða Kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar. Biblían fordæmir ekki samkynhneigð Biblían fordæmir ekki samkynhneigð en sex ritningarstaðir hafa verið notaðir til að berja á hinsegin fólki og merking þeirra verið afbökuð til að vopna andúðina. Í ljósi sögunnar mun sú synd kirkjunnar vera flokkuð með annarri mismunun og mannréttindabrotum sem hafa verið réttlætt á trúarlegum grundvelli. Jesús Kristur fjallar hvergi um hinsegin fólk en hann fordæmir hjónaskilnaði með afgerandi hætti og segir í 19. kafla Matteusarguðspjalls: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms, og kvænist annarri drýgir hór.“ Hvorki biskupar né Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að árétta samviskufrelsi presta í garð þess að gefa saman fráskilda í gagnkynhneigt hjónaband. Ályktun Kirkjuþings og afstaða þeirra sem standa vilja vörð um frelsi til að neita samkynja pörum um hjónavígslu er í besta falli móðgandi við hinsegin fjölskyldur og í framkvæmd leiðir hún af sér kerfislæga mismunun á grundvelli kynhneigðar af höndum kirkjunnar þjóna. Það hlutfall sem Agnes nefnir kann að virðast viðunandi en það setur hinsegin fólk í þá stöðu að eiga 10 prósenta líkur á því að mæta andúð og fordómum þegar það leitar til prests eftir hjónavígslu til blessunar ást sinni og fjölskyldu. Blaðið 24 stundir gerði árið 2008 úttekt á afstöðu presta til hjónavígslu hinsegin fólks (126. tbl. 5.7.2008) og þar birtast viðhorf þjónandi presta til málefnisins. Landslagið hefur breyst töluvert síðan þá, meðal annars með breytingum á prestembættum, en neitunarvald presta gerir þá kröfu á hinsegin fólk að þurfa að kynna sér kirkjupólitískt landslag Þjóðkirkjunnar áður en það leitar eftir þjónustu. Sú staða er óviðunandi mismunun á grundvelli kynhneigðar og setur fordóma einstaka presta ofar mannhelgi þeirra sem óska eftir þjónustu Þjóðkirkjunnar. Sú forréttindasátt og gagnkynhneigðarhyggja sem birtist í samviskufrelsi presta virðir að vettugi þá fordóma og mismunun sem hinsegin fólk hefur þurft að þola í nafni kristinnar kirkju. Það er stjórnarskrárvarinn réttur hinsegin fólks að vera ekki mismunað á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing unga fólksins gefur kirkjunni von um framtíð þar sem hinsegin fólk er ekki eitt tekið út fyrir sviga í þjónustu Þjóðkirkjunnar sem miðlar elsku Guðs í þágu ástarinnar og lífsins með kristinni hjónavígslu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun