Frumskylda að verja lífskjör almennings Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Frumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm. Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur. Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika. Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm. Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan. Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur. Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika. Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar