Lýðræði í spennitreyju Stefán Jón Hafstein skrifar 11. júní 2015 07:00 Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun