Áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 12. júní 2015 07:00 Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar