Hlutlausir áhorfendur eigin verka Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. júní 2015 07:00 Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun