Útilokar ekki Íslandsmetstilraun hjá Anítu í Mannheim Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 08:30 Aníta setti Íslandsmet í 800 m hlaupi á Junioren Gala-mótinu í Mannheim árið 2012. vísir/Stefán Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira