Nýting einkabíla afar slök Guðrún Ansnes skrifar 4. júlí 2015 12:00 Þeir Baldur Árnason og Sölvi Melax standa saman að baki Viking car. vísir/ernir „Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleiðingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi Melax, maðurinn á bak við fyrirtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í samanburði við aðra þátttakendur í Startup Reykjavík að það er komið á blússandi skrið og fagnaði í vikunni eins árs afmæli. Sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega samþykktum lögum á Alþingi sem heimila leigumiðlun á ökutækjum. Viking Cars er vettvangur fyrir bíleigendur til að deila bílum sínum á öruggan hátt með öðrum gegn gjaldi. Með því á að stuðla að fullnýtingu einkabílsins á Íslandi. Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir lélega nýtingu á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt verð bílaleiga, sem sennilega sé hæst á Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið uppspretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrslunni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brennandi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu að skapa viðbótartekjur með bílnum, með aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að hámarka nýtnina, og fólk getur alveg ákveðið hversu mikið bíllinn er leigður,“ segir Sölvi og bætir við að útleigan sé miðuð við að langtímaleiga séu nokkrir dagar en skammtímaleiga markist við klukkustundir. „Sé horft til norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar. En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum í verk er i brennidepli. Um ræðir samstarf Arion banka og Klak innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert til að taka. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fjárfestum. Alþingi Tengdar fréttir Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00 Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleiðingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi Melax, maðurinn á bak við fyrirtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í samanburði við aðra þátttakendur í Startup Reykjavík að það er komið á blússandi skrið og fagnaði í vikunni eins árs afmæli. Sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega samþykktum lögum á Alþingi sem heimila leigumiðlun á ökutækjum. Viking Cars er vettvangur fyrir bíleigendur til að deila bílum sínum á öruggan hátt með öðrum gegn gjaldi. Með því á að stuðla að fullnýtingu einkabílsins á Íslandi. Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir lélega nýtingu á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt verð bílaleiga, sem sennilega sé hæst á Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið uppspretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrslunni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brennandi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu að skapa viðbótartekjur með bílnum, með aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að hámarka nýtnina, og fólk getur alveg ákveðið hversu mikið bíllinn er leigður,“ segir Sölvi og bætir við að útleigan sé miðuð við að langtímaleiga séu nokkrir dagar en skammtímaleiga markist við klukkustundir. „Sé horft til norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar. En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum í verk er i brennidepli. Um ræðir samstarf Arion banka og Klak innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert til að taka. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fjárfestum.
Alþingi Tengdar fréttir Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00 Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00
Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00