Fékk heilahristing en spilar samt Tómas Þór Þórðarson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Leikmenn Cork City tóku æfingu á KR-vellinum í Frostaskjólinu í gær. Þeir þurfa að sækja til sigurs eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Fréttablaðið/ernir Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira