Makrílsréttindi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun