Ætla mér að vinna Ólympíugull Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 06:30 Helgi kastar af krafti. Fréttablaðið/getty „Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42. Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.Stór áfangi að ná þessu „Þetta er mjög skrýtið í íþróttaheimi fatlaðra, það er tekin ákvörðun um hvort mót teljist vera gild á skrifstofu nefndarinnar og ef þetta er ekki á slíku móti telst kastið ekki til metabókanna,“ sagði Helgi sem furðaði sig á þessu. „Ég fékk þessi fyrri tvö köst ekki gild þrátt fyrir að allt saman væri eftir bókinni. Þetta eru reglurnar og það er víst ekki hægt að breyta þeim neitt svo ég þurfti bara að endurtaka leikinn úti,“ sagði Helgi en hann setti metið í Noregi. Helgi er heims- og Evrópumeistari í greininni og hann náði loksins heimsmetinu af Fu Yanlong með 56,04 metra kasti. Fu setti sitt met á Ólympíuleikunum 2012 með kasti upp á 52,79 metra og bætti Helgi því metið um rúmlega þrjá metra en hann hafði áður kastað 53,06 metra á mótinu í Noregi. „Þetta er stór áfangi. Ég vissi að ég gæti þetta en það er gott að ég náði að klára þetta og stimpla mig inn og sýna að ég sé ekkert í þessu til gamans. Ég er að þessu til þess að ná árangri.“Stækkar sjóndeildarhringinn Helgi verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó á næsta ári en keppt verður í flokkum F42-44 saman. Helgi sagði að metið myndi gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana. „Þetta stækkar sjóndeildarhringinn í markmiðum fyrir Ólympíuleikana. Núna get ég reynt að leggja meira á mig til þess að ná settum markmiðum og markmiðin stækka á sama tíma. Stefnan er auðvitað að verða Ólympíumeistari og það hefur verið markmið mitt lengi. Þetta markmið kom fyrr en ég bjóst við og þetta á bara eftir að gefa mér aukinn kraft við æfingarnar.“Allur frítími minn fer í þetta Helgi hefur undanfarna mánuði minnkað við sig vinnu til þess að geta nýtt tímann betur til æfinga. Hann segir að það hafi borgað sig og að hann hafi tekið miklum framförum á þessum tíma. „Ég hef unnið hjá Össuri í gegn um allan minn spjótkastsferil en ég ákvað fyrir stuttu að minnka við mig vinnu til þess að geta náð markmiðum mínum í íþróttinni. Það hefur skilað sér, bæði hef ég fundið fyrir því og þjálfarar mínir segja að það sé auðvelt að sjá bætinguna undanfarna mánuði.“ Helgi hefur nýtt allan þann frítíma sem hann hefur til þess að æfa en hingað til hefur hann að mestu greitt kostnað við þetta sjálfu „Það er eiginlega það erfiðasta í þessu, ég er varla með styrktaraðila í þessu. Frítíminn minn frá vinnu og mínir eigin peningar hafa farið í þessa íþrótt en það sem drífur mig áfram er þorstinn í árangur. Ég hef fórnað ýmsu til þess að ná markmiðum mínum á undanförnum árum,“ sagði Helgi.Dreymir um atvinnumennsku Helgi sagði að draumurinn væri að fá styrktaraðila sem gerði það að verkum að hann gæti einbeitt sér alfarið að æfingum árið fyrir leikana. „Stærsti draumurinn er að fá styrktaraðila næsta árið sem gerði það að verkum að ég gæti einbeitt mér algerlega að því að æfa fyrir Ríó. Þá yrði ég fyrsti maðurinn í íþróttagrein fatlaðra á Íslandi sem væri atvinnumaður með það að markmiði að ná gulli í Ríó. Þá gæti ég einbeitt mér að því að æfa tvisvar á dag og einbeitt mér betur að undirbúningnum.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sjá meira
„Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42. Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.Stór áfangi að ná þessu „Þetta er mjög skrýtið í íþróttaheimi fatlaðra, það er tekin ákvörðun um hvort mót teljist vera gild á skrifstofu nefndarinnar og ef þetta er ekki á slíku móti telst kastið ekki til metabókanna,“ sagði Helgi sem furðaði sig á þessu. „Ég fékk þessi fyrri tvö köst ekki gild þrátt fyrir að allt saman væri eftir bókinni. Þetta eru reglurnar og það er víst ekki hægt að breyta þeim neitt svo ég þurfti bara að endurtaka leikinn úti,“ sagði Helgi en hann setti metið í Noregi. Helgi er heims- og Evrópumeistari í greininni og hann náði loksins heimsmetinu af Fu Yanlong með 56,04 metra kasti. Fu setti sitt met á Ólympíuleikunum 2012 með kasti upp á 52,79 metra og bætti Helgi því metið um rúmlega þrjá metra en hann hafði áður kastað 53,06 metra á mótinu í Noregi. „Þetta er stór áfangi. Ég vissi að ég gæti þetta en það er gott að ég náði að klára þetta og stimpla mig inn og sýna að ég sé ekkert í þessu til gamans. Ég er að þessu til þess að ná árangri.“Stækkar sjóndeildarhringinn Helgi verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó á næsta ári en keppt verður í flokkum F42-44 saman. Helgi sagði að metið myndi gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana. „Þetta stækkar sjóndeildarhringinn í markmiðum fyrir Ólympíuleikana. Núna get ég reynt að leggja meira á mig til þess að ná settum markmiðum og markmiðin stækka á sama tíma. Stefnan er auðvitað að verða Ólympíumeistari og það hefur verið markmið mitt lengi. Þetta markmið kom fyrr en ég bjóst við og þetta á bara eftir að gefa mér aukinn kraft við æfingarnar.“Allur frítími minn fer í þetta Helgi hefur undanfarna mánuði minnkað við sig vinnu til þess að geta nýtt tímann betur til æfinga. Hann segir að það hafi borgað sig og að hann hafi tekið miklum framförum á þessum tíma. „Ég hef unnið hjá Össuri í gegn um allan minn spjótkastsferil en ég ákvað fyrir stuttu að minnka við mig vinnu til þess að geta náð markmiðum mínum í íþróttinni. Það hefur skilað sér, bæði hef ég fundið fyrir því og þjálfarar mínir segja að það sé auðvelt að sjá bætinguna undanfarna mánuði.“ Helgi hefur nýtt allan þann frítíma sem hann hefur til þess að æfa en hingað til hefur hann að mestu greitt kostnað við þetta sjálfu „Það er eiginlega það erfiðasta í þessu, ég er varla með styrktaraðila í þessu. Frítíminn minn frá vinnu og mínir eigin peningar hafa farið í þessa íþrótt en það sem drífur mig áfram er þorstinn í árangur. Ég hef fórnað ýmsu til þess að ná markmiðum mínum á undanförnum árum,“ sagði Helgi.Dreymir um atvinnumennsku Helgi sagði að draumurinn væri að fá styrktaraðila sem gerði það að verkum að hann gæti einbeitt sér alfarið að æfingum árið fyrir leikana. „Stærsti draumurinn er að fá styrktaraðila næsta árið sem gerði það að verkum að ég gæti einbeitt mér algerlega að því að æfa fyrir Ríó. Þá yrði ég fyrsti maðurinn í íþróttagrein fatlaðra á Íslandi sem væri atvinnumaður með það að markmiði að ná gulli í Ríó. Þá gæti ég einbeitt mér að því að æfa tvisvar á dag og einbeitt mér betur að undirbúningnum.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sjá meira