Hernaðurinn gegn þjóðinni Benedikt Jóhannesson skrifar 7. janúar 2016 07:00 Langt er síðan á Íslandi hefur verið ríkisstjórn sem berst jafn kinnroðalaust fyrir sérhagsmunum eins og sú sem nú er við völd. Um þetta eru sífellt fleiri dæmi. Fyrir skömmu vildi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra festa lágt auðlindagjald í sessi í aldarfjórðung. Núverandi ríkisstjórn ætlaði sér sem sagt að ríkja til ársins 2040 í sjávarútvegsmálum. Sem betur fer tókst að hrinda þeim áformum, en ekki tók betra við. Nú vill hún festa óhagkvæmt landbúnaðarkerfi í viðjar í áratug. Skoðum nokkrar staðreyndir: Heildarstuðningur við landbúnað á Íslandi nam tæpum 20 milljörðum króna árið 2013 samkvæmt tölum OECD. Þetta eru um 55 milljónir á dag eða rúmlega 2 milljónir króna á klukkustund. Og er peningunum vel varið? Hvetja þeir til nýsköpunar eða hagræðingar í greininni? Nei, öðru nær. Áttum okkur á því að þetta eru engir smápeningar. Ríkisstjórnin gæti til dæmis varið þeim þannig að mánaðarlegar bætur öryrkja hækkuðu um nærri hundrað þúsund krónur, kysi hún að forgangsraða þannig. Svo mætti líka skipta fjárhæðinni milli allra þeirra 4.800 sem vinna við landbúnað. Þeir fengju þá hver um sig 347 þúsund krónur á mánuði sem er meira en bændur fá nú í laun að meðaltali. Það versta við núverandi kerfi er að allir tapa á því. Landbúnaður er ekki arðbær fyrir bændur. Þvert á móti sýna skattskýrslur það svart á hvítu að fáar stéttir hafa lægri laun en þeir. Fórnir neytenda eru ekki gróði bænda. Þessu verður að breyta! Nauðsynlegt er að í kosningum vorið 2017 fái nýtt afl, sem er óhrætt við að leggja til atlögu við dýrt og úrelt kerfi, almennan stuðning. Viðreisn setur almannahagsmuni í öndvegi, berst gegn mismunun og vill nýta markaðslausnir í stað sérhagsmunavörslu stjórnmála- og embættismanna.Aðför að neytendum Neytendur njóta sannarlega ekki góðs af greiðslum til landbúnaðarins. Hér á landi eru framleiddar ágætar landbúnaðarvörur, en verð er miklu hærra en í nágrannalöndunum. Vöruúrval er líka minna hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Dýr sem bíða slátrunar sæta víða illri meðferð eins og við vorum óþyrmilega minnt á í áramótaannál sjónvarpsins fyrir nokkrum dögum. Þegar ástandið er svona alvarlegt væri eðlilegt að leita leiða til breytinga þar sem allir væru betur settir: Bændur, neytendur, ríkið og búfé. En hvernig hyggst ríkisstjórnin taka á ástandinu? Landbúnaðarráðherra hyggst binda hendur komandi ríkisstjórna fram yfir þingkosningar 2025 og halda þannig við núverandi ófremdarástandi. Auðvitað er þetta ekki af umhyggju fyrir bændum. Ef þeir fengju sjálfir að ráða því hvernig þeir höguðu sínum landbúnaði myndu þeir laga sig að markaðsaðstæðum. En ríkisstjórnin vill viðhalda núverandi styrkjakerfi þar sem bændur fá greitt fyrir að framleiða ákveðnar vörur en aðrar ekki. Styrkirnir enda í raun hjá kerfinu sjálfu, kerfi sem hefur þann tilgang einan að viðhalda sjálfu sér og skaffa talsmönnum sínum störf. Fyrir skömmu var tilkynnt að innflutningskvótar á landbúnaðarvörum yrðu rýmkaðir lítillega. Nú hefur jafnvel þessi litla kjarabót neytenda verið tekin í gíslingu meðan unnið er að því að festa kerfið í sessi.Falsrök kerfiskarla Finnur Árnason, forstjóri Haga, leyfði sér að vekja athygli á þeim gjörningi sem fyrirhugaður er: „Samningur til tíu ára þýðir skattlagningu í tíu ár“. Andstæðingar neytenda snerust strax til varnar fyrir sitt kerfi. Talað er um „fæðuöryggi“ sem auðvitað stenst ekki skoðun. Ef svo ólíklega vildi til að forkólfum ríkisstjórnarinnar eða öðrum tækist að einangra Ísland frá umheiminum myndi eldsneyti fljótt þverra, varahluti skorta, áburður gengi til þurrðar og svo mætti lengi telja. Landbúnaðurinn væri með fyrstu greinum til þess að stöðvast. Við getum þakkað fyrir að grannþjóðirnar eru ekki jafnuppteknar af „fæðuöryggi“ og við. Matvörur eru um fjórðungur útflutnings Íslendinga. Allt öðru máli gegnir ef landbúnaðurinn fær alvöru samkeppni og losnar úr viðjum þeirra sem vilja segja bændum hvað þeir eiga að framleiða og almenningi hvað hann á að borða. Frjálsir bændur laga sig að markaðsaðstæðum og geta nýtt sína styrkleika, sjálfum sér og neytendum í hag. Afnám tolla á grænmeti í byrjun aldarinnar skilaði sér í lækkuðu verði og aukinni samkeppnishæfni greinarinnar og hækkuðu heildarverði til grænmetisbænda. Stuðningur við bændur á hvorki að vera til höfuðs neytendum né bændum sjálfum. Þeir sem vilja nýta kosti frjáls markaðs í landbúnaði og afnema kerfi þar sem allir tapa eru ekki óvinir bænda. Þvert á móti skapar markaðurinn ný tækifæri, þannig að bændur hætta að vera peð í gamaldags refskák stjórnmálamanna sem hugsa aðeins um hag kerfisins. Í næstu kosningum gefst tækifæri til þess að snúa við blaðinu, kjósa flokk sem óhikað berst fyrir neytendur og bændur gegn miðstýringaröflunum. Viðreisn er svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Langt er síðan á Íslandi hefur verið ríkisstjórn sem berst jafn kinnroðalaust fyrir sérhagsmunum eins og sú sem nú er við völd. Um þetta eru sífellt fleiri dæmi. Fyrir skömmu vildi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra festa lágt auðlindagjald í sessi í aldarfjórðung. Núverandi ríkisstjórn ætlaði sér sem sagt að ríkja til ársins 2040 í sjávarútvegsmálum. Sem betur fer tókst að hrinda þeim áformum, en ekki tók betra við. Nú vill hún festa óhagkvæmt landbúnaðarkerfi í viðjar í áratug. Skoðum nokkrar staðreyndir: Heildarstuðningur við landbúnað á Íslandi nam tæpum 20 milljörðum króna árið 2013 samkvæmt tölum OECD. Þetta eru um 55 milljónir á dag eða rúmlega 2 milljónir króna á klukkustund. Og er peningunum vel varið? Hvetja þeir til nýsköpunar eða hagræðingar í greininni? Nei, öðru nær. Áttum okkur á því að þetta eru engir smápeningar. Ríkisstjórnin gæti til dæmis varið þeim þannig að mánaðarlegar bætur öryrkja hækkuðu um nærri hundrað þúsund krónur, kysi hún að forgangsraða þannig. Svo mætti líka skipta fjárhæðinni milli allra þeirra 4.800 sem vinna við landbúnað. Þeir fengju þá hver um sig 347 þúsund krónur á mánuði sem er meira en bændur fá nú í laun að meðaltali. Það versta við núverandi kerfi er að allir tapa á því. Landbúnaður er ekki arðbær fyrir bændur. Þvert á móti sýna skattskýrslur það svart á hvítu að fáar stéttir hafa lægri laun en þeir. Fórnir neytenda eru ekki gróði bænda. Þessu verður að breyta! Nauðsynlegt er að í kosningum vorið 2017 fái nýtt afl, sem er óhrætt við að leggja til atlögu við dýrt og úrelt kerfi, almennan stuðning. Viðreisn setur almannahagsmuni í öndvegi, berst gegn mismunun og vill nýta markaðslausnir í stað sérhagsmunavörslu stjórnmála- og embættismanna.Aðför að neytendum Neytendur njóta sannarlega ekki góðs af greiðslum til landbúnaðarins. Hér á landi eru framleiddar ágætar landbúnaðarvörur, en verð er miklu hærra en í nágrannalöndunum. Vöruúrval er líka minna hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Dýr sem bíða slátrunar sæta víða illri meðferð eins og við vorum óþyrmilega minnt á í áramótaannál sjónvarpsins fyrir nokkrum dögum. Þegar ástandið er svona alvarlegt væri eðlilegt að leita leiða til breytinga þar sem allir væru betur settir: Bændur, neytendur, ríkið og búfé. En hvernig hyggst ríkisstjórnin taka á ástandinu? Landbúnaðarráðherra hyggst binda hendur komandi ríkisstjórna fram yfir þingkosningar 2025 og halda þannig við núverandi ófremdarástandi. Auðvitað er þetta ekki af umhyggju fyrir bændum. Ef þeir fengju sjálfir að ráða því hvernig þeir höguðu sínum landbúnaði myndu þeir laga sig að markaðsaðstæðum. En ríkisstjórnin vill viðhalda núverandi styrkjakerfi þar sem bændur fá greitt fyrir að framleiða ákveðnar vörur en aðrar ekki. Styrkirnir enda í raun hjá kerfinu sjálfu, kerfi sem hefur þann tilgang einan að viðhalda sjálfu sér og skaffa talsmönnum sínum störf. Fyrir skömmu var tilkynnt að innflutningskvótar á landbúnaðarvörum yrðu rýmkaðir lítillega. Nú hefur jafnvel þessi litla kjarabót neytenda verið tekin í gíslingu meðan unnið er að því að festa kerfið í sessi.Falsrök kerfiskarla Finnur Árnason, forstjóri Haga, leyfði sér að vekja athygli á þeim gjörningi sem fyrirhugaður er: „Samningur til tíu ára þýðir skattlagningu í tíu ár“. Andstæðingar neytenda snerust strax til varnar fyrir sitt kerfi. Talað er um „fæðuöryggi“ sem auðvitað stenst ekki skoðun. Ef svo ólíklega vildi til að forkólfum ríkisstjórnarinnar eða öðrum tækist að einangra Ísland frá umheiminum myndi eldsneyti fljótt þverra, varahluti skorta, áburður gengi til þurrðar og svo mætti lengi telja. Landbúnaðurinn væri með fyrstu greinum til þess að stöðvast. Við getum þakkað fyrir að grannþjóðirnar eru ekki jafnuppteknar af „fæðuöryggi“ og við. Matvörur eru um fjórðungur útflutnings Íslendinga. Allt öðru máli gegnir ef landbúnaðurinn fær alvöru samkeppni og losnar úr viðjum þeirra sem vilja segja bændum hvað þeir eiga að framleiða og almenningi hvað hann á að borða. Frjálsir bændur laga sig að markaðsaðstæðum og geta nýtt sína styrkleika, sjálfum sér og neytendum í hag. Afnám tolla á grænmeti í byrjun aldarinnar skilaði sér í lækkuðu verði og aukinni samkeppnishæfni greinarinnar og hækkuðu heildarverði til grænmetisbænda. Stuðningur við bændur á hvorki að vera til höfuðs neytendum né bændum sjálfum. Þeir sem vilja nýta kosti frjáls markaðs í landbúnaði og afnema kerfi þar sem allir tapa eru ekki óvinir bænda. Þvert á móti skapar markaðurinn ný tækifæri, þannig að bændur hætta að vera peð í gamaldags refskák stjórnmálamanna sem hugsa aðeins um hag kerfisins. Í næstu kosningum gefst tækifæri til þess að snúa við blaðinu, kjósa flokk sem óhikað berst fyrir neytendur og bændur gegn miðstýringaröflunum. Viðreisn er svarið.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar