Lars og Heimir í hópi bestu þjálfara ársins hjá World Soccer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:00 Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og strákarnir fagna hér sæti á EM 2016. Vísir/Vilhelm Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer er búið að gera upp árið með árlegum útnefningum sínum og að þessu sinni á Ísland fulltrúa af tveimur listum af þremur. Íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru meðal bestu þjálfara ársins en afrek þeirra að koma 330 þúsund manna þjóð í úrslitakeppni EM 2016 hefur ekki farið framhjá þeim á World Soccer. Barcelona vinnur samt alla flokka, Lionel Messi er leikmaður ársins 2015, Luis Enrique var besti þjálfarinn 2015 og Barcelona lið ársins 2015. Lars og Heimir eru í fimmta sæti listans en tveir félagsþjálfarar (Luis Enrique og Pep Guardiola) og tveir landsliðsþjálfarar (þjálfarar Síle og Norður-Írlands) eru á undan þeim. Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi í haust og var komið með farseðillinn þegar tveir leikir voru enn eftir í undankeppninni. Liðið fór næstum því alla leið með því að vinna Hollendinga í Amsterdam en gulltryggði sæti með markalausu jafntefli við Kasakstan nokkrum dögum síðar. Lars og Heimir fengu alls þrjú stig, einu minna en Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra en einu meira en þeir Max Allegri hjá Juventus og Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einnig meðal liða ársins en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í kosningu World Soccer og eina landsliðið sem var ofar eru Suður-Ameríkumeistarar Síle.Besti þjálfari ársins 2015 að mati World Soccer 1. Luis Enrique, Barcelona 49 atkvæði 2. Jorge Sampaoli, Síle 15 3. Pep Guardiola, Bayern München 10 4. Michael O’Neill, Norður-Írland 45. Lars Lagerbäck/Heimir Hallgrímsson, Ísland 3 6. Max Allegri, Juventus 2 6. Diego Simeone, Atletico Madrid 2 8. Carlo Ancelotti, Real Madrid 1 8. Pal Dardai, Ungverjaland 1 8. Gianni Di Biaisi, Albanía 1 8. Eusebio Di Francesco, Sassuolo 1 8. Eddie Howe, Bournemouth 1 8. Jorge Jesus, Benfica/Sporting Lissabon 1 8. Joachim Löw, Þýskaland 1 8. Jose Mourinho, Chelsea 1 8. Luis Felipe Scolari, Guangzhou Evergrande 1 8. Uli Stielike, Suður-Kórea 1 8. Unai Emery, Sevilla 1 8. Hein Vanhaezebrouck, Gent 1Lið ársins 2015 að mati World Soccer 1. Barcelona 82 atkvæði 2. Síle 9 3. Bayern München 34. Ísland 2 5. Þýskaland 1 5. Tyrkland 1Besti leikmaður ársins 2015 að mati World Soccer (topp 20, sjá allan listann): 1. Lionel Messi, Barcelona & Argentína 927 atkvæði 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid & Portúgal 702 3. Neymar, Barcelona & Brasilía 675 4. Luis Suarez, Barcelona & Úrúgvæ 582 5. Robert Lewandowski, Bayern München & Pólland 450 6. Thomas Muller, Bayern München & Þýskaland 240 7. Andres Iniesta, Barcelona & Spánn 222 8. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain & Svíþjóð 196 9. Paul Pogba, Juventus & Frakkland 137 10. Manuel Neuer, Bayern München & Þýskaland 131 11. Alexis Sanchez, Arsenal & Síle 123 12. Eden Hazard, Chelsea & Belgía 102 13. Sergio Aguero, Manchester City & Argentína 98 14. Kevin De Bruyne, Wolfsburg/Manchester City & Belgía 78 15. Arturo Vidal, Juventus/Bayern München & Síle 73 16. Gianluigi Buffon, Juventus & Ítalía 72 17. Carlos Tevez, Juventus/Boca Juniors & Argentína 43 18. Yaya Toure, Manchester City & Fílabeinsströndin 39 19. Gareth Bale, Real Madrid & Wales 36 19. Ivan Rakitic, Barcelona & Króatía 36 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20 Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer er búið að gera upp árið með árlegum útnefningum sínum og að þessu sinni á Ísland fulltrúa af tveimur listum af þremur. Íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru meðal bestu þjálfara ársins en afrek þeirra að koma 330 þúsund manna þjóð í úrslitakeppni EM 2016 hefur ekki farið framhjá þeim á World Soccer. Barcelona vinnur samt alla flokka, Lionel Messi er leikmaður ársins 2015, Luis Enrique var besti þjálfarinn 2015 og Barcelona lið ársins 2015. Lars og Heimir eru í fimmta sæti listans en tveir félagsþjálfarar (Luis Enrique og Pep Guardiola) og tveir landsliðsþjálfarar (þjálfarar Síle og Norður-Írlands) eru á undan þeim. Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi í haust og var komið með farseðillinn þegar tveir leikir voru enn eftir í undankeppninni. Liðið fór næstum því alla leið með því að vinna Hollendinga í Amsterdam en gulltryggði sæti með markalausu jafntefli við Kasakstan nokkrum dögum síðar. Lars og Heimir fengu alls þrjú stig, einu minna en Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra en einu meira en þeir Max Allegri hjá Juventus og Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einnig meðal liða ársins en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í kosningu World Soccer og eina landsliðið sem var ofar eru Suður-Ameríkumeistarar Síle.Besti þjálfari ársins 2015 að mati World Soccer 1. Luis Enrique, Barcelona 49 atkvæði 2. Jorge Sampaoli, Síle 15 3. Pep Guardiola, Bayern München 10 4. Michael O’Neill, Norður-Írland 45. Lars Lagerbäck/Heimir Hallgrímsson, Ísland 3 6. Max Allegri, Juventus 2 6. Diego Simeone, Atletico Madrid 2 8. Carlo Ancelotti, Real Madrid 1 8. Pal Dardai, Ungverjaland 1 8. Gianni Di Biaisi, Albanía 1 8. Eusebio Di Francesco, Sassuolo 1 8. Eddie Howe, Bournemouth 1 8. Jorge Jesus, Benfica/Sporting Lissabon 1 8. Joachim Löw, Þýskaland 1 8. Jose Mourinho, Chelsea 1 8. Luis Felipe Scolari, Guangzhou Evergrande 1 8. Uli Stielike, Suður-Kórea 1 8. Unai Emery, Sevilla 1 8. Hein Vanhaezebrouck, Gent 1Lið ársins 2015 að mati World Soccer 1. Barcelona 82 atkvæði 2. Síle 9 3. Bayern München 34. Ísland 2 5. Þýskaland 1 5. Tyrkland 1Besti leikmaður ársins 2015 að mati World Soccer (topp 20, sjá allan listann): 1. Lionel Messi, Barcelona & Argentína 927 atkvæði 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid & Portúgal 702 3. Neymar, Barcelona & Brasilía 675 4. Luis Suarez, Barcelona & Úrúgvæ 582 5. Robert Lewandowski, Bayern München & Pólland 450 6. Thomas Muller, Bayern München & Þýskaland 240 7. Andres Iniesta, Barcelona & Spánn 222 8. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain & Svíþjóð 196 9. Paul Pogba, Juventus & Frakkland 137 10. Manuel Neuer, Bayern München & Þýskaland 131 11. Alexis Sanchez, Arsenal & Síle 123 12. Eden Hazard, Chelsea & Belgía 102 13. Sergio Aguero, Manchester City & Argentína 98 14. Kevin De Bruyne, Wolfsburg/Manchester City & Belgía 78 15. Arturo Vidal, Juventus/Bayern München & Síle 73 16. Gianluigi Buffon, Juventus & Ítalía 72 17. Carlos Tevez, Juventus/Boca Juniors & Argentína 43 18. Yaya Toure, Manchester City & Fílabeinsströndin 39 19. Gareth Bale, Real Madrid & Wales 36 19. Ivan Rakitic, Barcelona & Króatía 36
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20 Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20
Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08
Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02