Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 16:45 Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá Keflavík. mynd/karfan.is Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira