Leitað sátta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun