Leitað sátta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar