Leitað sátta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar